Tónlist

Zara Larsson gefur út tónlistarmyndband sem tekið er upp hér á landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Zara Larsson þótti standa sig vel á tvennum tónleikum Ed Sheeran.
Zara Larsson þótti standa sig vel á tvennum tónleikum Ed Sheeran.

Sænska söngkonan Zara Larsson, sem hitaði upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli í ágúst, ferðist um landið þegar hún dvaldi á Íslandi í kringum tónleikana.

Larsson skoðaði m.a. Akranesvita, Skógafoss og Snæfellsnesið en í vikunni gaf hún út tónlistarmyndband á YouTube-síðu sinni þar sem hún tekur órafmagnaða útgáfu af laginu All the Time, og það hér á landi.

Íslendingar komu að myndbandinu en Andri Haraldsson tók myndbandið upp og Atli Arnarsson sá um hljóðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.