Lífið

Nýir þættir Steinda Jr. voru frum­sýndir í gær

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Steindi Jr. og Gaukur Úlfarsson leikstjóri á frumsýningunni í gær.
Steindi Jr. og Gaukur Úlfarsson leikstjóri á frumsýningunni í gær. Vísir/Ása Ninna

Góðir landsmenn, ný þáttaröð Steinda Jr., var frumsýnd í gær í Sambíóunum en þættirnir munu hefja göngu sína á Stöð 2 19. september næstkomandi. Það var margt um manninn á frumsýningunni
Að sögn Steinda eru þættirnir viðtalsþættir þar sem hann ræðir við ósköp venjulegt fólk.
„Ég er að fara að taka viðtöl, bara við venjulegt fólk,“ sagði Steindi í Ísland í dag um miðjan júní. „Ég er að fara að hitta góða landsmenn. Bara fólk sem er að rækta radísur eða er að safna felgum og maxar Visa-kortin sín á Tenerife á hverju sumri.“
Mikil stemning var á frumsýningunni í gær eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Eva Georgsdóttir, Bára Mjöll Þórðardóttir, Jóhanna Margrét Gísladóttir og Þóra Björg Clausen. vísir/ása ninna
Ásgeir Kolbeinsson var meðal þeirra sem mættu. vísir/ása ninna
Gaukur, Hjörtur Sævar og Steindi Jr. vísir/ása ninna
Haraldur Ari Stefánsson, leikari, og Egill Ástráðsson. vísir/ása ninna
Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur, og dóttir hennar Ninja mættu á frumsýninguna í gær. vísir/ása ninna
vísir/ása ninna
Það var líf og fjör á frumsýningunni. vísir/ása ninna

Hægt er að fletta myndasafninu hér fyrir neðan til að sjá fleiri myndir frá frumsýningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.