Sport

Burns segist vera búinn að samþykkja bardagann við Gunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Burns ætlar að koma til Köben.
Burns ætlar að koma til Köben. vísir/getty
Það hefur ekki enn komið staðfesting frá UFC en Gilbert Burns segist vera búinn að skrifa undir samning um að berjast við Gunnar Nelson þann 28. september í Kaupmannahöfn.

Um helgina byrjaði það að leka út að samningurinn væri í höfn. Ofanritaður spurði Burns á Twitter hvort það væri búið að skrifa undir samninginn og hann svaraði því játandi.





Í nótt setti hann svo á Twitter tilkynningu fyrir aðdáendur sína að hann væri að fara að berjast við Gunnar. Það virðist því allt vera klárt af hans hálfu.

Okkar maður hafði áður samþykkt að Burns kæmi í staðinn fyrir Thiago Alves sem varð að draga sig úr bardaganum vegna veikinda.

MMA

Tengdar fréttir

Burns vill berjast við Gunnar

Það varð ljóst í gær að Brasilíumaðurinn Thiago Alves mun ekki berjast við Gunnar Nelson í lok mánaðar en landi hans, Gilbert Burns, er til í að bjarga málunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×