Sport

Andstæðingur Gunnars hætti við bardagann vegna meiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Forráðamenn UFC þurfa að hafa hraðar hendur í að finna nýjan andstæðing handa Gunnari
Forráðamenn UFC þurfa að hafa hraðar hendur í að finna nýjan andstæðing handa Gunnari vísir
Gunnar Nelson þarf nýjan mótherja fyrir UFC bardagakvöldið í Kaupmannahöfn í lok september eftir að Thiago Alves þurfti að draga sig úr keppni.Bardagi Gunnars og Alves átti að vera einn af aðalbardögum kvöldsins í Kaupmannahöfn 28. september næst komandi.Alves þurfti að hætta við bardagan vegna nýrnasteina. Hann verður frá æfingum út mánuðinn og vonast til þess að geta snúið aftur í búrið í lok árs.Síðasti bardagi Gunnars var við Leon Edwards í mars þar sem Gunnar tapaði á dómaraúrskurði.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.