Frumvarp um aukið eftirlit með barnaníðingum lagt fram í þriðja sinn Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2019 19:45 Silja Dögg Gunnarsdóttir (B) fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Frumvarp til lagabreytinga er varða eftirlit með dæmdum barnaníðingum hefur verið lagt fram í þriðja sinn. Flutningsmaður frumvarpsins er sem fyrr Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Á vef Alþingis segir að frumvarpið hafi áður verið flutt á 149., og 148. þingi. Silja Dögg ræddi frumvarpið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á Barnaverndarlögum auk breytinga á almennum hegningarlögum en auk Silju Daggar eru þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir flutningsmenn frumvarpsins.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Barnaverndarstofa fái auknar heimildir til eftirlits með þeim aðilum sem eru taldir í mikilli áhættu á að brjóta af sér aftur. Einnig fái Barnaverndarstofa heimildir til þess að miðla upplýsingum ef rík barnaverndarsjónarmið mæla með því,“ segir Silja Dögg sem bætir við að með lögunum ætti Barnaverndarstofa að fá upplýsingar um brotamenn, til dæmis um búsetu þeirra.Dómari ákveður hvernig eftirliti verði háttað Silja segir að hættan á að dæmdir brjóti af sér að nýju sé metin með áhættumati. „Áhættumatið gefur nokkuð góðar vísbendingar um hvort viðkomandi sé í áhættuhópi, minnihluti þeirra sem fá slíka dóma eru líklegir til þess að brjóta af sér aftur,“ sagði Silja Dögg. Aukið eftirlit samkvæmt frumvarpinu yrði fólgið í að fylgst yrði með internet- og samfélagsmiðlanotkun, hvort einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og annarra vímuefna einnig er mögulegt að beitt verði eftirliti við heimili og lagt verði bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega. Silja segir að það verði dómara að ákveða hvernig auknu eftirliti yrði háttað. Eftirlitið myndi fylgja dómnum og hefjist eftir að afplánun líkur. Falli brotamaður inn í áhættuhóp yrði fylgst með honum til lífstíðar. Silja segir frumvarpið ekki fela í sér að hægt verði að fletta upp hvort dæmdur barnaníðingur búi í næsta nágrenni. „Það á ekki að fara að hengja upp plaköt af mönnum til að hægt sé að grýta þá úti á götu, þetta snýst ekki um það,“ segir Silja.Ekki gengið jafnlangt og í Bretlandi Fyrirmynd frumvarpsins kemur frá Bretlandi en Silja segir ekki gengið jafn langt og þar. Tveir dómar hafi fallið um bresku útgáfuna hjá Mannréttindadómstól en í þeim var ekki haldið fram að kerfið bryti gegn Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Silja leggur nú frumvarpið fram í þriðja sinn, áður hefur frumvarpið ekki komist langt áfram í þinginu en Silja segir að í fyrra skiptið hafi frumvarpið verið lagt seint fram en kann ekki skýringar á ástæðum þess að það fékk ekki afgreiðslu í seinna skipið. Silja segist vongóð um að frumvarpið komist í gegn. „Ég vona að það myndist þverpólitískur stuðningur um frumvarpið og það fari í þingsal,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttur, þingkona Framsóknarflokksins í Reykjavík Síðdegis í dag.Heyra má viðtalið við Silju Dögg Gunnarsdóttur í Reykjavík síðdegis í dag í spilaranum hér að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28. mars 2018 21:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Frumvarp til lagabreytinga er varða eftirlit með dæmdum barnaníðingum hefur verið lagt fram í þriðja sinn. Flutningsmaður frumvarpsins er sem fyrr Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Á vef Alþingis segir að frumvarpið hafi áður verið flutt á 149., og 148. þingi. Silja Dögg ræddi frumvarpið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á Barnaverndarlögum auk breytinga á almennum hegningarlögum en auk Silju Daggar eru þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir flutningsmenn frumvarpsins.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Barnaverndarstofa fái auknar heimildir til eftirlits með þeim aðilum sem eru taldir í mikilli áhættu á að brjóta af sér aftur. Einnig fái Barnaverndarstofa heimildir til þess að miðla upplýsingum ef rík barnaverndarsjónarmið mæla með því,“ segir Silja Dögg sem bætir við að með lögunum ætti Barnaverndarstofa að fá upplýsingar um brotamenn, til dæmis um búsetu þeirra.Dómari ákveður hvernig eftirliti verði háttað Silja segir að hættan á að dæmdir brjóti af sér að nýju sé metin með áhættumati. „Áhættumatið gefur nokkuð góðar vísbendingar um hvort viðkomandi sé í áhættuhópi, minnihluti þeirra sem fá slíka dóma eru líklegir til þess að brjóta af sér aftur,“ sagði Silja Dögg. Aukið eftirlit samkvæmt frumvarpinu yrði fólgið í að fylgst yrði með internet- og samfélagsmiðlanotkun, hvort einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og annarra vímuefna einnig er mögulegt að beitt verði eftirliti við heimili og lagt verði bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega. Silja segir að það verði dómara að ákveða hvernig auknu eftirliti yrði háttað. Eftirlitið myndi fylgja dómnum og hefjist eftir að afplánun líkur. Falli brotamaður inn í áhættuhóp yrði fylgst með honum til lífstíðar. Silja segir frumvarpið ekki fela í sér að hægt verði að fletta upp hvort dæmdur barnaníðingur búi í næsta nágrenni. „Það á ekki að fara að hengja upp plaköt af mönnum til að hægt sé að grýta þá úti á götu, þetta snýst ekki um það,“ segir Silja.Ekki gengið jafnlangt og í Bretlandi Fyrirmynd frumvarpsins kemur frá Bretlandi en Silja segir ekki gengið jafn langt og þar. Tveir dómar hafi fallið um bresku útgáfuna hjá Mannréttindadómstól en í þeim var ekki haldið fram að kerfið bryti gegn Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Silja leggur nú frumvarpið fram í þriðja sinn, áður hefur frumvarpið ekki komist langt áfram í þinginu en Silja segir að í fyrra skiptið hafi frumvarpið verið lagt seint fram en kann ekki skýringar á ástæðum þess að það fékk ekki afgreiðslu í seinna skipið. Silja segist vongóð um að frumvarpið komist í gegn. „Ég vona að það myndist þverpólitískur stuðningur um frumvarpið og það fari í þingsal,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttur, þingkona Framsóknarflokksins í Reykjavík Síðdegis í dag.Heyra má viðtalið við Silju Dögg Gunnarsdóttur í Reykjavík síðdegis í dag í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28. mars 2018 21:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00
Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28. mars 2018 21:00
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30