Vinn út frá tilfinningum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. september 2019 07:15 Nú vinn ég nær eingöngu að bókverkum, segir Eiríkur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Turnar er heiti á sýningu myndlistarmannsins Eiríks Arnars Magnússonar í Listasafni Akureyrar. Sýningin stendur yfir í heilt ár og lýkur í ágústmánuði 2020.Verkið Portrett á sýningunni Vor.Verk Eiríks á sýningunni eru tvö bókverk, sem listamaðurinn kallar bókaturna. „Ég hef verið að gera bókverk úr pappa sem þurfa auðvitað að vera inni svo þau skemmist ekki. En núna var ég að vinna verk sem verða undir berum himni í heilt ár svo ég byggði þeim heimili úr timbri og það efni er allt fengið úr gömlum húsum hér í bænum. Þetta eru eins konar hús sem eru rúmlega tveir metrar á hæð og áhorfandinn verður að rýna inn um glugga til að skoða verkin,“ segir hann. Eiríkur útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. „Í náminu málaði ég aðallega portrett en svo bauðst mér að fara á námskeið í bókbandi í skólanum og þá kviknaði mikill áhugi á því handverki og það hefur smátt og smátt tekið yfir málverkið og nú vinn ég nær eingöngu að bókverkum. Í verkum mínum leitast ég við að upphefja handverkið sem enginn sér á bak við bókarkjölinn,“ segir hann.Bókaturnar listamannsins á sýningunni Turnar á Akureyri.Hann segist leita uppi gamlar bækur. „Ég fer út um allt að leita að þeim og vil helst gamlar, trosnaðar, bækur sem mér finnst vera fallegar. Það er mikil saga í hundrað ára gamalli bók sem bókbindari hefur saumað saman í höndunum. Svo kem ég hundrað árum síðar, tek hana í sundur og skapa eitthvað nýtt úr henni með höndunum og hún öðlast framhaldslíf í nýju formi.“ Eiríkur á bókverk á sýningunni Vor, samsýningu norðlenskra listamanna, í Listasafni Akureyrar, en þeirri sýningu lýkur 29. september. Verkið kallar hann Portrett. „Þetta verk hefur fengið mjög góð viðbrögð, fólk staldrar lengi við til að virða það fyrir sér. Það er saga í þessu verki. Fyrir utan tvo hluti er ekkert í því yngra en hundrað ára.“ Hann segist hafa sérstaka tilfinningu fyrir þessu verki. „Í mínum huga er þetta saga gamals manns sem er búinn að safna hlutum og minningum í hilluna sína í áraraðir. Í öllum mínum verkum vinn ég út frá tilfinningum og ég hef loksins áttað mig á því að ég er að gera þetta bara fyrir sjálfan mig.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Turnar er heiti á sýningu myndlistarmannsins Eiríks Arnars Magnússonar í Listasafni Akureyrar. Sýningin stendur yfir í heilt ár og lýkur í ágústmánuði 2020.Verkið Portrett á sýningunni Vor.Verk Eiríks á sýningunni eru tvö bókverk, sem listamaðurinn kallar bókaturna. „Ég hef verið að gera bókverk úr pappa sem þurfa auðvitað að vera inni svo þau skemmist ekki. En núna var ég að vinna verk sem verða undir berum himni í heilt ár svo ég byggði þeim heimili úr timbri og það efni er allt fengið úr gömlum húsum hér í bænum. Þetta eru eins konar hús sem eru rúmlega tveir metrar á hæð og áhorfandinn verður að rýna inn um glugga til að skoða verkin,“ segir hann. Eiríkur útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. „Í náminu málaði ég aðallega portrett en svo bauðst mér að fara á námskeið í bókbandi í skólanum og þá kviknaði mikill áhugi á því handverki og það hefur smátt og smátt tekið yfir málverkið og nú vinn ég nær eingöngu að bókverkum. Í verkum mínum leitast ég við að upphefja handverkið sem enginn sér á bak við bókarkjölinn,“ segir hann.Bókaturnar listamannsins á sýningunni Turnar á Akureyri.Hann segist leita uppi gamlar bækur. „Ég fer út um allt að leita að þeim og vil helst gamlar, trosnaðar, bækur sem mér finnst vera fallegar. Það er mikil saga í hundrað ára gamalli bók sem bókbindari hefur saumað saman í höndunum. Svo kem ég hundrað árum síðar, tek hana í sundur og skapa eitthvað nýtt úr henni með höndunum og hún öðlast framhaldslíf í nýju formi.“ Eiríkur á bókverk á sýningunni Vor, samsýningu norðlenskra listamanna, í Listasafni Akureyrar, en þeirri sýningu lýkur 29. september. Verkið kallar hann Portrett. „Þetta verk hefur fengið mjög góð viðbrögð, fólk staldrar lengi við til að virða það fyrir sér. Það er saga í þessu verki. Fyrir utan tvo hluti er ekkert í því yngra en hundrað ára.“ Hann segist hafa sérstaka tilfinningu fyrir þessu verki. „Í mínum huga er þetta saga gamals manns sem er búinn að safna hlutum og minningum í hilluna sína í áraraðir. Í öllum mínum verkum vinn ég út frá tilfinningum og ég hef loksins áttað mig á því að ég er að gera þetta bara fyrir sjálfan mig.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira