Tónlist

Vínylplötur að taka fram úr geisladiskum í fyrsta sinn frá 1986

Samúel Karl Ólason skrifar
Sala vínylplatna jókst um 12,8 prósent á seinni hluta síðasta árs og um 12,9 prósent á fyrri hluta 2019.
Sala vínylplatna jókst um 12,8 prósent á seinni hluta síðasta árs og um 12,9 prósent á fyrri hluta 2019. EPA/JEREMY NG
Útlit er fyrir að stutt sé í að vínylplötur muni seljast betur en geisladiskar í Bandaríkjunum en það hefur ekki gerst síðan 1986. Sala vínylplatna hefur aukist stöðugt á undanförnum árum og á sama tíma hefur sala geisladiska dregist saman á gífurlegum hraða.

Í umfjöllun Rolling Stone segir að í nýrri skýrslu samtaka bandarískra útgefenda komi fram að 8,6 milljónir vínylplatna hafi verið seldar á fyrri hluta þessa árs og það samsvari 224,1 milljón dala. Á sama tíma hafa selst 18,6 milljónir geisladiska fyrir 247,9 milljónir dala.

Sala vínylplatna jókst um 12,8 prósent á seinni hluta síðasta árs og um 12,9 prósent á fyrri hluta 2019.

Þó kemur fram að plötusala var einungis um fjögur prósent af heildartekjum tónlistariðnaðarins á fyrri helmingi þessa árs. Á sama tíma var komu 62 prósent hagnaðarins í gegn áskriftir að tónlistarveitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×