Sport

Brady býður Brown að gista heima hjá sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Patriots eru spenntir.
Stuðningsmenn Patriots eru spenntir. vísir/getty
Það er mikil eftirvænting í herbúðum New England Patriots fyrir því að fá útherjann umdeilda, Antonio Brown, í raðir félagsins.Brown fékk sig lausan frá Oakland Raiders með því að gea allt vitlaust. Sólarhring síðar hafði hann samið við Patriots.Í gær kom í ljós að hann hefði leitað aðstoðar sérfræðinga í samfélagsmiðlum til þess að hjálpa honum við að gera allt vitlaust hjá Raiders. Menn spyrja sig að því hversu djúpt málið nái og hver hafi togað í strengina?Hvað sem því líður þá er ljóst að Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, gaf grænt ljós á þessa aðgerð félagsins. Hann er svo spenntur að fjölskylda hans býður Brown að gista hjá þeim á meðan hann kemur sér fyrir í Boston. Svo sagði umboðsmaður Brown, Drew Rosenhaus.Brown mun þreyta frumraun sína í búningi Patriots um næstu helgi er liðið spilar gegn Miami Dolphins.

NFL

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.