Sport

Brady býður Brown að gista heima hjá sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Patriots eru spenntir.
Stuðningsmenn Patriots eru spenntir. vísir/getty

Það er mikil eftirvænting í herbúðum New England Patriots fyrir því að fá útherjann umdeilda, Antonio Brown, í raðir félagsins.

Brown fékk sig lausan frá Oakland Raiders með því að gea allt vitlaust. Sólarhring síðar hafði hann samið við Patriots.

Í gær kom í ljós að hann hefði leitað aðstoðar sérfræðinga í samfélagsmiðlum til þess að hjálpa honum við að gera allt vitlaust hjá Raiders. Menn spyrja sig að því hversu djúpt málið nái og hver hafi togað í strengina?

Hvað sem því líður þá er ljóst að Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, gaf grænt ljós á þessa aðgerð félagsins. Hann er svo spenntur að fjölskylda hans býður Brown að gista hjá þeim á meðan hann kemur sér fyrir í Boston. Svo sagði umboðsmaður Brown, Drew Rosenhaus.

Brown mun þreyta frumraun sína í búningi Patriots um næstu helgi er liðið spilar gegn Miami Dolphins.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.