Lífið

Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019

Birgir Olgeirsson skrifar
Birta Abiba fær hér kórónuna á höfuðið.
Birta Abiba fær hér kórónuna á höfuðið. Vísir

Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Alþjóðleg dómnefnd valdi Birtu fegursta af öllum keppendum en Birta Abiba verður fulltrúi Íslands í Miss Universe

21 stúlka tók þátt í keppninni. 

Hér má sjá beina lýsingu frá keppninni þar sem farið er yfir önnur úrslit og atburði úr keppninni. 

Birta sagði í viðtali eftir keppnina að ferlið hennar í gegnum þessa keppni hefði verið ótrúlegt. Hún hefði orðið fyrir kynþáttafordómum en hennar boðskapur væri sá að allir eru fallegir sama hvernig þeir líta út að utan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.