Tónlist

Sex milljónum úthlutað úr Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson eru á meðal liðsmanna Hjaltalín sem hlutu hæsta styrkinn.
Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson eru á meðal liðsmanna Hjaltalín sem hlutu hæsta styrkinn. vísir/ernir
Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í samvinnu við STEF úthlutað 6.000.000 kr. úr sjóðnum. Alls hlutu 26 tónlistarmenn styrk að þessu sinni. Hæsta styrkinn hlaut hljómsveitin Hjaltalín en styrkupphæðir eru á bilinu 100-500 þúsund krónur.Að frumkvæði STEFs var stofnað til sjóðsins árið 2011 með það að markmiði að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar.„Það er ánægjulegt að fylgjast með þeirri grósku sem á sér stað í íslenskri tónlist. Stuðningur við það hæfileikafólk sem starfar á þeim vettvangi er einnig mikilvægur, en þannig eflum við og auðgum íslenska menningu og fjölmiðlastarfsemi“, segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla Sýnar og stjórnarmaður í Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2.Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum í ár:• Arndís Hreiðarsdóttir

• Árni Vilhjálmsson

• Áskell Másson

• Bára Gísladóttir

• Björgvin Gísla / Bjóla

• Boris Audio

• Daníel Þorsteinsson

• Elísabet Ormslev

• Emmsjé Gauti

• Fannar Ingi Friðþjófsson

• Gyða og Úlfur

• Harpa Fönn

• Hatari

• Heiða Árnadóttir

• Hjaltalín

• Hjalti Freyr Ragnarsson

• Jóhann Kristófer Stefánsson

• Kristjana Stefánsdóttir

• Kyriama Family

• Logi Pedro

• Mikael Máni Ásmundsson

• Sigurður Sigurðsson

• Sturla Atlas

• Teitur Magnússon

• Tómas R. Einarsson

• Þorsteinn EggertssonVísir er í eigu Sýnar sem á einnig Bylgjuna og Stöð 2.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.