Fyrirliðinn tryggði Juventus sigur í upphafsleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chiellini fagnar með Leonardo Bonucci.
Chiellini fagnar með Leonardo Bonucci. vísir/getty

Juventus vann 0-1 sigur á Parma í upphafsleik ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Giorgio Chiellini, fyrirliði Juventus, skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu. Hann stýrði þá skoti Alex Sandro í netið.

Á 35. mínútu skoraði Cristiano Ronaldo en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Portúgalinn var lítt hrifinn af þeirri ákvörðun. Luigi Sepe, markvörður Parma, varði svo tvisvar vel frá Ronaldo í seinni hálfleik.

Maurizio Sarri stýrði Juventus ekki í dag en hann glímir við lungnabólgu.

Matthijs de Ligt, sem Juventus keypti frá Ajax í sumar, sat allan tímann á varamannabekknum sem og Paolo Dybala og Mario Mandzukic.

Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.