Fyrirliðinn tryggði Juventus sigur í upphafsleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chiellini fagnar með Leonardo Bonucci.
Chiellini fagnar með Leonardo Bonucci. vísir/getty
Juventus vann 0-1 sigur á Parma í upphafsleik ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Giorgio Chiellini, fyrirliði Juventus, skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu. Hann stýrði þá skoti Alex Sandro í netið.

Á 35. mínútu skoraði Cristiano Ronaldo en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Portúgalinn var lítt hrifinn af þeirri ákvörðun. Luigi Sepe, markvörður Parma, varði svo tvisvar vel frá Ronaldo í seinni hálfleik.

Maurizio Sarri stýrði Juventus ekki í dag en hann glímir við lungnabólgu.

Matthijs de Ligt, sem Juventus keypti frá Ajax í sumar, sat allan tímann á varamannabekknum sem og Paolo Dybala og Mario Mandzukic.

Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira