Burnley fékk á sig jöfnunarmark á 97. mínútu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ashley Barnes hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu.
Ashley Barnes hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 66 mínúturnar þegar Burnley gerði 1-1 jafntefli við á Wolves á Molineux í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.Raúl Jiménez skoraði jöfnunarmark Úlfanna úr vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ashley Barnes kom Burnley yfir á 13. mínútu. Hann þrumaði þá boltanum í netið fyrir utan vítateig. Þetta var fjórða mark Barnes á tímabilinu og þrettánda mark hans á árinu 2019. Aðeins Sergio Agüero (16) og Sadio Mané (15) hafa skorað fleiri.Ben Mee, fyrirliði Burnley, var nálægt því að auka forystu gestanna þegar hann skallaði í slá í fyrri hálfleik.Wolves var mun meira með boltann í leiknum en skapaði sér fá færi. Í uppbótartíma braut Erik Pieters, varnarmaður Burnley, á Jiménez innan vítateigs og Anthony Taylor benti á punktinn. Jiménez skoraði úr spyrnunni og tryggði Úlfunum stig.Þeir hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu. Wolves og Watford eru einu liðin í ensku úrvalsdeildinni sem hafa ekki enn unnið leik á tímabilinu.Burnley er í 6. sæti deildarinnar með fjögur stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.