Hugleikur grínast með að þurfa að samþykkja kærasta sinnar fyrrverandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 16:12 Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru Dúnu hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. FBL/Ernir Eyjólfsson „Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
„Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00