„Við erum að tala um litla ísöld“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:00 Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn. Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Bændur og loftslagsmál Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42