Lífið samstarf

Modibodi túrnærbuxurnar bylting fyrir alla sem fara á blæðingar

Modibodi.is kynnir
Modibodi túrnærbuxurnar eru bæði þægilegar og flottar.
Modibodi túrnærbuxurnar eru bæði þægilegar og flottar. Modibodi.is
Modibodi.is netverslun selur rakadrægar nærbuxur sem nota má á meðan á blæðingum stendur og fleiri vörur tengdum tíðablæðingum. Modibodi buxurnar nýtast einnig þeim sem glíma við minniháttar þvagleka eða mikla útferð og segir Arna Sigrún Haraldsdóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur, MBA og eigandi verslunarinnar, öra tækniþróun í textílgeiranum hafa gjörbreytt valkostum í tíðavörum.

„Þetta er algjör frelsun og mikið þægilegri kostur fyrir líkamann og fyrir umhverfið en bindi og tappar. Túrnærbuxur eru nýjung sem ég hef trú á og eftir að hafa prófað frá nokkrum framleiðendum varð ég mér úti um umboðið fyrir Modibodi. Þetta er ástralskt merki sem þróað er af konu sem glímdi við þvagleka í kjölfar barnsburðar því þó ég kalli þetta túrnærbuxur þá taka þær við hvaða leka sem er. Stór hópur viðskiptavina minna eru eldri konur sem hafa þurft að vera eð bindi eða innlegg alla daga árum saman vegna þvagleka. Fyrir þær er þetta algjör bylting,“ útskýrir Arna. Þá séu Modibodi-buxurnar afar vinsælar af unglingsstúlkum.

„Unglingar í dag eru meðvitaðir um umhverfið og eins treysta þær túrnærbuxum betur en bindum. Blæðingar geta einnig verið afar viðkvæmt mál, sérstaklega þegar stelpur byrja mjög ungar og vilja kannski ekki nota bindi, þá er einfaldara að fara bara í svona nærbuxur.  Við erum með allskonar snið, fáum liti tvisvar á ári og ólíkar stærðir, allt frá mjög litlum fyrir þær yngstu og upp í 6XL. 

Virka þessar nærbuxur í alvörunni? „Það lekur ekki í gegn, það er alveg gulltryggt en þær taka ekki við endalausu magni ekki frekar en bindi eða tappar. Buxurnar koma með tveimur mismunandi stigum rakadrægni og algengt er að nota tvennar til þrennar buxur á sólarhring.  Það þarf hver og einn að finna hjá sjálfum sér. Svo er þeim bara hent í þvottavélina með venjulegum þvotti.“

Kynna vörurnar í Víkingsheimilinu um helgina„Við verðum við alla helgina á Haust Pop-Up markaði netverslana í Víkingsheimilinu og á opnunarhófi Plastlauss september í Ráðhúsinu með túrnærbuxur af öllum gerðum. Modibodi.is er fyrst og fremst netverslun en það er alltaf velkomið að kíkja til okkar á skrifstofuna og fá að skoða sýnishorn og fá leiðbeiningar. Margir koma með venjulegar nærbuxur að heiman til að bera saman og finna réttu stærðina, sérstaklega þegar viðkomandi er að kaupa fyrir aðra. Á markaðnum um helgina verða einnig fleiri vörur sem við erum með svo sem tíðabikarar og meðgöngulínu,“ segir Arna.

Nánari upplýsingar og ýmiskonar fræðslu er að finna á modibodi.is  og á facebook.Haust Pop-Up markaðurinn fer fram í Víkingsheimilinu í Fossvogi og hefst 31. ágúst og stendur til 1. september. Opið verður milli klukkan 11 og 17.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Modibodi.is
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.