„Segja kominn tíma á að ég leiki dramatískt hlutverk en það er bara kjaftæði“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 14:29 Sveppi er spenntur fyrir komandi tímum. Vísir/Úr safni Sverrir Þór Sverrisson skemmtikraftur og dagskrárgerðarmaður, oft þekktur sem Sveppi, kemur til með að fara með hlutverk eins þriggja ræningja í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd verður í apríl næstkomandi. Sverrir sagðist í samtali við Vísi spenntur fyrir verkefninu. „Bara einhvern tímann í sumar þá var komið að máli við mig,“ segir Sverrir. Aðspurður hvern ræningjanna hann muni leika, Kasper, Jesper eða Jónatan, þá sagðist hann hreint ekki viss. „Ég þarf nú aðeins að fara að kynna mér þessa gæja,“ segir Sverrir og hlær við. Hann segir uppsetningarferlið alls ekki komið langt á veg, enda enn þá um átta mánuðir í frumsýningu. „Það er eiginlega bara búið að spjalla um þetta.“Langt síðan síðast Aðspurður hvenær Sverrir hafi síðast leikið á sviði segir hann árin orðin þó nokkuð mörg. „Ætli það hafi ekki verið í Gauragangi.“ Gauragangur var sýndur í Þjóðleikhúsinu og var frumsýndur á vormánuðum 2010. Sverrir snýr því aftur á sviðið eftir tæplega tíu ára fjarveru. „Við getum orðað það þannig að ég man ekki hvernig það er að vera upptekinn í leikhúsi hverja helgi.“ Sviðið alltaf heillað Sverrir segir leik á sviði alltaf hafa heillað sig mikið og kveðst spenntur fyrir því að snúa aftur á fjalir leikhússins. „Það hentar mér ótrúlega vel að vera í sýningum sem eru fjölmennar. Mér finnst stemningin skemmtileg. Það er gaman að mæta, fara í búning, gefa fæv og vera hress,“ segir Sverrir og bætir við að í grunnin finnist honum skemmtilegt að leika hlutverk sem koma fólki til þess að hlæja, en það ætti ekki að koma neinum sem þekkir til Sverris og hans verka á óvart. „Það eru einhverjir sem segja kominn tíma á að ég leiki dramatískt hlutverk en það er bara kjaftæði,“ segir Sverrir sem virðist kampakátur með komandi sýningu. „Svo er þetta bara klassískt verk. Það verður ótrúlega gaman að feta í fótspor ræningjanna,“ segir Sverrir. Samkvæmt heimildum Vísis stóð upprunalega til að Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, færi með hlutverk eins ræningja ásamt þeim Hallgrími Ólafssyni og Oddi Júlíussyni. Hann hafi hins vegar þurft að hverfa frá sýningunni og Sverrir að koma inn. Sverrir segir einfalda ástæðu fyrir því, Gói sé upptekinn í öðrum verkefnum innan Þjóðleikhússins. Meðal annarra sem koma fram í sýningunni eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem fer með hlutverk Soffíu frænku, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson. Leikhús Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson skemmtikraftur og dagskrárgerðarmaður, oft þekktur sem Sveppi, kemur til með að fara með hlutverk eins þriggja ræningja í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd verður í apríl næstkomandi. Sverrir sagðist í samtali við Vísi spenntur fyrir verkefninu. „Bara einhvern tímann í sumar þá var komið að máli við mig,“ segir Sverrir. Aðspurður hvern ræningjanna hann muni leika, Kasper, Jesper eða Jónatan, þá sagðist hann hreint ekki viss. „Ég þarf nú aðeins að fara að kynna mér þessa gæja,“ segir Sverrir og hlær við. Hann segir uppsetningarferlið alls ekki komið langt á veg, enda enn þá um átta mánuðir í frumsýningu. „Það er eiginlega bara búið að spjalla um þetta.“Langt síðan síðast Aðspurður hvenær Sverrir hafi síðast leikið á sviði segir hann árin orðin þó nokkuð mörg. „Ætli það hafi ekki verið í Gauragangi.“ Gauragangur var sýndur í Þjóðleikhúsinu og var frumsýndur á vormánuðum 2010. Sverrir snýr því aftur á sviðið eftir tæplega tíu ára fjarveru. „Við getum orðað það þannig að ég man ekki hvernig það er að vera upptekinn í leikhúsi hverja helgi.“ Sviðið alltaf heillað Sverrir segir leik á sviði alltaf hafa heillað sig mikið og kveðst spenntur fyrir því að snúa aftur á fjalir leikhússins. „Það hentar mér ótrúlega vel að vera í sýningum sem eru fjölmennar. Mér finnst stemningin skemmtileg. Það er gaman að mæta, fara í búning, gefa fæv og vera hress,“ segir Sverrir og bætir við að í grunnin finnist honum skemmtilegt að leika hlutverk sem koma fólki til þess að hlæja, en það ætti ekki að koma neinum sem þekkir til Sverris og hans verka á óvart. „Það eru einhverjir sem segja kominn tíma á að ég leiki dramatískt hlutverk en það er bara kjaftæði,“ segir Sverrir sem virðist kampakátur með komandi sýningu. „Svo er þetta bara klassískt verk. Það verður ótrúlega gaman að feta í fótspor ræningjanna,“ segir Sverrir. Samkvæmt heimildum Vísis stóð upprunalega til að Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, færi með hlutverk eins ræningja ásamt þeim Hallgrími Ólafssyni og Oddi Júlíussyni. Hann hafi hins vegar þurft að hverfa frá sýningunni og Sverrir að koma inn. Sverrir segir einfalda ástæðu fyrir því, Gói sé upptekinn í öðrum verkefnum innan Þjóðleikhússins. Meðal annarra sem koma fram í sýningunni eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem fer með hlutverk Soffíu frænku, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson.
Leikhús Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira