Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 20:30 Ólafur Örn Bragason segir það ekki rétt að verið sé að herða reglur um inngöngu fólks með ADHD í lögregluna. Vísir/Andri Marinó Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum. Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum.
Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira