Lífið

Heimilda­mynd Obama hjónanna sýnd á Net­flix

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Michelle og Barack Obama.
Michelle og Barack Obama. getty/Chip Somodevilla
Heimildamynd Barack og Michelle Obama, American Factory, verður aðgengileg á streymisveitu Netflix þann 21. ágúst næstkomandi. Myndin verður sú fyrsta sem hjónin framleiða en fyrir 15 mánuðum síðan skrifuðu þau undir samning við streymisveituna um að framleiða myndir og þætti fyrir hana.

Þau verða fyrstu stjórnmálamennirnir í Bandaríkjunum sem snúa til Hollywood eftir að stjórnmálaferli lýkur.

„Teymið þeirra er gáfað, einbeitt og vita eftir hverju þau sækjast. Þau sáu strax hvaða myndir þau vildu vinna að,“ sagði Josh Braun, framleiðandi hjá Submarine Entertainment. Hann hefur þegar selt Obama hjónunum réttinn að tveimur myndum: American Factory og heimildarmyndinni Crip Camp.

American Factory fjallar um verksmiðju í eigu kínversks milljarðamærings sem var opnuð í gamalli bílaverksmiðju í Ohio. Í myndinni Crip Camp verður fjallað um unglinga með fatlanir sem fóru í sumarbúðir í New York fylki á seinni hluta 7. áratugarins. Hún mun líklegast koma inn á Netflix árið 2020.

Obama hjónin munu einnig framleiða þáttaseríu byggða á bókinni Frederick Douglass: Prophet of Freedom; Bloom eftir David W. Blight, seríu smásagna sem bera mun heitið Overlooked og mun vera byggð á minningargreinadálki New York Times og fleiri verkefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×