Tónlist

Fimmtíu ár síðan ein frægasta ljósmynd tónlistarsögunnar var tekin

Andri Eysteinsson skrifar
Myndin hefur birst víða, þar á meðal á breskum frímerkjum.
Myndin hefur birst víða, þar á meðal á breskum frímerkjum. Getty/ Danny Martindale

Í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að ein frægasta ljósmynd tónlistarsögunnar var tekin. Myndin var tekin af þeim félögum John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr. Reuters greinir frá.

Teknar voru sex myndir af Bítlunum gangandi yfir gangbraut yfir götu í norðurhluta London. Gatan sú er Abbey Road en þar stendur hljóðverið þar sem Bítlarnir tóku upp Abbey Road plötuna sem var gefin út árið 1969.

Ljósmyndari Bítlanna 8. Ágúst 1969 var skoski ljósmyndarinn Iain Macmillan. Fimmta myndin sem Macmillan tók var valin á plötuumslag Abbey Road sem kom út í september 1969.

Abbey Road hefur verið valin besta plata Bítlanna og er sú eina þar sem hvorki nafn sveitarinnar né nafn plötunnar kemur fram á umslaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.