Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 8. ágúst 2019 11:30 Björn Hlynur sagði Rachel McAdams frá Birgittu Haukdal. Vísir/Stefán/Anton/Getty Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson var staddur í London í vikunni við tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir streymisveituna Netflix. Myndin segir frá íslensku söngvurunum Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, leikin af Will Ferrell og Rachel McAdams, sem eru á leið í Eurovision en Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. „Ég kem inn í söguna þannig og er mjög ósáttur við að hún sé með þessum lúða, Will Ferrell,“ segir Björn Hlynur sem var við tökur á móti Will Ferrell í London í vikunni.Sjá einnig: Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Myndin er tekin upp að mestu leyti í myndveri í London en verður einnig tekin upp að hluta á Íslandi og í Tel Aviv í Ísrael, þar sem einmitt síðasta Eurovision-keppni var haldin. Verður komið inn slakt gengi Íslendinga í Eurovision en Íslendingar hafa ekki náð að vinna keppnina á þeim 33 árum sem þjóðin hefur tekið þátt. „Ég veit ekki hversu vel við eigum eftir að koma út úr þessu, Íslendingar það er að segja,“ segir Björn Hlynur léttur.Hafði ekki heyrt um Birgittu Haukdal Myndin verður tekin upp á Húsavík en persóna Rachel McAdams, Sigrit Ericksdottir, er sögð eiga að vera frá smábæ á Íslandi.Mbl.is leiddi að því líkur að fyrirmynd Sigritar væri mögulega söngkonan Birgitta Haukdal sem er einmitt frá Húsavík. Björn Hlynur segir Sigrit þó ekki byggða á Birgittu Haukdal.Myndin verður tekin upp á Húsavík í haust.Vísir/Getty„Ég átti spjall við Rachel McAdams um það en hún sagðist ekki kannast við það en að þetta væri þá skemmtileg tilviljun. Ég sagði henni frá Birgittu Haukdal sem væri þekkt Eurovision-stjarna frá þessum bæ og hún svaraði bara: „Really?“,“ segir Björn Hlynur. Er Björn Hlynur langt frá því eini Íslendingurinn sem fer með hlutverk í myndinni. Hlynur Þorsteinsson, Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Fillipusdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Jóhann G. Jóhannsson leika einnig í myndinni.Will Ferrell mjög gefandi á tökustað Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður Will Ferrell í myndinni, Erick Erickssong, sem á að vera myndarlegasti maður Íslands. Björn Hlynur segir kynni sín af Will Ferrell afar ánægjuleg. Ásamt því að leika aðalhlutverkið skrifar Will Ferrell handritið og framleiðir myndina og er því allt í öllu þegar kemur að þessari mynd. Björn Hlynur segir Will Ferrell hins vegar hafa verið afar alþýðlegan. „Maður hefur oft grun um að svona stórar stjörnur séu leiðindapésar en hann var bara frábær og rosalega gefandi í senunni. Leyfði öðrum að skína líka og tók ekki allt til sín. Hann var bara virkilega þannig og þetta var ekki bara þannig að hann væri sá eini sem væri fyndinn í senunni,“ segir Björn.Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni.Vísir/Getty Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Staðurinn orðinn annað heimili marga og þeir hafi ekki í hyggju að breyta því. 8. ágúst 2019 11:25 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson var staddur í London í vikunni við tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir streymisveituna Netflix. Myndin segir frá íslensku söngvurunum Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, leikin af Will Ferrell og Rachel McAdams, sem eru á leið í Eurovision en Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. „Ég kem inn í söguna þannig og er mjög ósáttur við að hún sé með þessum lúða, Will Ferrell,“ segir Björn Hlynur sem var við tökur á móti Will Ferrell í London í vikunni.Sjá einnig: Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Myndin er tekin upp að mestu leyti í myndveri í London en verður einnig tekin upp að hluta á Íslandi og í Tel Aviv í Ísrael, þar sem einmitt síðasta Eurovision-keppni var haldin. Verður komið inn slakt gengi Íslendinga í Eurovision en Íslendingar hafa ekki náð að vinna keppnina á þeim 33 árum sem þjóðin hefur tekið þátt. „Ég veit ekki hversu vel við eigum eftir að koma út úr þessu, Íslendingar það er að segja,“ segir Björn Hlynur léttur.Hafði ekki heyrt um Birgittu Haukdal Myndin verður tekin upp á Húsavík en persóna Rachel McAdams, Sigrit Ericksdottir, er sögð eiga að vera frá smábæ á Íslandi.Mbl.is leiddi að því líkur að fyrirmynd Sigritar væri mögulega söngkonan Birgitta Haukdal sem er einmitt frá Húsavík. Björn Hlynur segir Sigrit þó ekki byggða á Birgittu Haukdal.Myndin verður tekin upp á Húsavík í haust.Vísir/Getty„Ég átti spjall við Rachel McAdams um það en hún sagðist ekki kannast við það en að þetta væri þá skemmtileg tilviljun. Ég sagði henni frá Birgittu Haukdal sem væri þekkt Eurovision-stjarna frá þessum bæ og hún svaraði bara: „Really?“,“ segir Björn Hlynur. Er Björn Hlynur langt frá því eini Íslendingurinn sem fer með hlutverk í myndinni. Hlynur Þorsteinsson, Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Fillipusdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Jóhann G. Jóhannsson leika einnig í myndinni.Will Ferrell mjög gefandi á tökustað Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður Will Ferrell í myndinni, Erick Erickssong, sem á að vera myndarlegasti maður Íslands. Björn Hlynur segir kynni sín af Will Ferrell afar ánægjuleg. Ásamt því að leika aðalhlutverkið skrifar Will Ferrell handritið og framleiðir myndina og er því allt í öllu þegar kemur að þessari mynd. Björn Hlynur segir Will Ferrell hins vegar hafa verið afar alþýðlegan. „Maður hefur oft grun um að svona stórar stjörnur séu leiðindapésar en hann var bara frábær og rosalega gefandi í senunni. Leyfði öðrum að skína líka og tók ekki allt til sín. Hann var bara virkilega þannig og þetta var ekki bara þannig að hann væri sá eini sem væri fyndinn í senunni,“ segir Björn.Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni.Vísir/Getty
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Staðurinn orðinn annað heimili marga og þeir hafi ekki í hyggju að breyta því. 8. ágúst 2019 11:25 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Staðurinn orðinn annað heimili marga og þeir hafi ekki í hyggju að breyta því. 8. ágúst 2019 11:25