Þurfti að gangast undir heilaaðgerð eftir fyrsta tapið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:30 Maxim Dadashev á góðri stundu. Nú berst hann fyrir lífi sínu. AP/John Locher Maxim Dadashev var ósigraður þegar hann steig inn í hnefaleikahringinn um helgina en mun líklega aldrei vera sá sami eftir bardagann. Maxim Dadashev endaði kvöldið á sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir heilaaðgerð eftir að það hafði blætt inn á heila. Hann var á bráðadeild eftir tveggja klukkustunda aðgerð. Maxim Dadashev barðist við Subriel Matias í veltivigt en báðir kapparnir voru taplausir fyrir bardagann. Það var þjálfari Maxim, Buddy McGirt, sem áttaði sig á alvarleika málsins og kastaði inn hvíta handklæðinu í elleftu lotu. Dómarinn hafði þá ekki stoppað bardagann en Maxim Dadashev þurfti aðstoð til að komast út úr hringnum og ældi áður en hann komst inn í búningsklefa. Maxim Dadashev er 28 ára gamall og er frá Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Honum er haldið sofandi eftir aðgerðina.Boxer Maxim Dadashev remained hospitalized in a medically induced coma Saturday, following surgery for severe head trauma. https://t.co/WYPObVd3EA — Post Sports (@PostSports) July 21, 2019„Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég sýndi að ég er ekki bara kraftboxari heldur get ég líka boxað. Ég var með yfirburði í þessum bardaga. Ég einbeitti mér að sókninni og slá í búkinn. Með því kom ég í veg fyrir að hann væri að hlaupa frá mér,“ sagði sigurvegarinn Subriel Matias „Ég vona að Maxim sé í lagi. Hann frábær hnefaleikari og mikill bardagamaður,“ bætti Subriel Matias við. „Hann er enn í lífshættu en læknirinn sagði að hann væri stöðugur,“ sagði Donatas Janusevicius, sem er styrktarþjálfari Dadashev sem heimsótti hann eftir aðgerðina. „Við vitum að þeir náðu að stöðva blæðinguna og bólgan hefur hjaðnað. Það eru jákvæðar fréttir og núna vonum við bara og biðjum fyrir því að hann komist sem best í gegnum þetta,“ sagði Janusevicius. Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
Maxim Dadashev var ósigraður þegar hann steig inn í hnefaleikahringinn um helgina en mun líklega aldrei vera sá sami eftir bardagann. Maxim Dadashev endaði kvöldið á sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir heilaaðgerð eftir að það hafði blætt inn á heila. Hann var á bráðadeild eftir tveggja klukkustunda aðgerð. Maxim Dadashev barðist við Subriel Matias í veltivigt en báðir kapparnir voru taplausir fyrir bardagann. Það var þjálfari Maxim, Buddy McGirt, sem áttaði sig á alvarleika málsins og kastaði inn hvíta handklæðinu í elleftu lotu. Dómarinn hafði þá ekki stoppað bardagann en Maxim Dadashev þurfti aðstoð til að komast út úr hringnum og ældi áður en hann komst inn í búningsklefa. Maxim Dadashev er 28 ára gamall og er frá Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Honum er haldið sofandi eftir aðgerðina.Boxer Maxim Dadashev remained hospitalized in a medically induced coma Saturday, following surgery for severe head trauma. https://t.co/WYPObVd3EA — Post Sports (@PostSports) July 21, 2019„Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég sýndi að ég er ekki bara kraftboxari heldur get ég líka boxað. Ég var með yfirburði í þessum bardaga. Ég einbeitti mér að sókninni og slá í búkinn. Með því kom ég í veg fyrir að hann væri að hlaupa frá mér,“ sagði sigurvegarinn Subriel Matias „Ég vona að Maxim sé í lagi. Hann frábær hnefaleikari og mikill bardagamaður,“ bætti Subriel Matias við. „Hann er enn í lífshættu en læknirinn sagði að hann væri stöðugur,“ sagði Donatas Janusevicius, sem er styrktarþjálfari Dadashev sem heimsótti hann eftir aðgerðina. „Við vitum að þeir náðu að stöðva blæðinguna og bólgan hefur hjaðnað. Það eru jákvæðar fréttir og núna vonum við bara og biðjum fyrir því að hann komist sem best í gegnum þetta,“ sagði Janusevicius.
Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira