Tónlist

Birnir og Lil Binni gefa óvænt út stuttskífu

Andri Eysteinsson skrifar
Birnir og Lil Binni eru engir nýgræðingar í tónlistarbransanum.
Birnir og Lil Binni eru engir nýgræðingar í tónlistarbransanum. Mynd/Birnir og Lil Binni

Rappararnir Birnir og Lil Binni sem þekktastur er fyrir veru sína í sveitinni ClubDub komu áðdáendum sínum heldur betur á óvart fyrr í dag þegar þeir félagar gáfu óvænt út svokallaða stuttskífu.

Á skífunni eru fjögur ný lög og eru þrjú þeirra prodúseruð af Whyrun en tónlistarmaðurinn Auður pródúserar lagið Besti minn ásamt því að hjartaknúsarinn Flóni sér um bakraddir. Þá njóta þeir Birnir og Lil Binni liðsinnis félaga Lil Binna úr ClubDub, Ferrari Arons í laginu Bingea.

Lögin eru komin út á Spotify og má heyra þau þar eða í spilara hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.