Enski boltinn

Hjálpaði Liver­pool að vinna Meistara­deildina og fær að launum lang­tíma­samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Origi eftir að hafa skrifað undir nýja samninginn.
Origi eftir að hafa skrifað undir nýja samninginn. vísir/getty
Framherjinn Divock Origi hefur skrifað undir langtímasamning við Liverpool en þetta staðfesti félagið nú síðdegis.

Origi kom óvænt inn og hjálpaði Liverpool að verða Evrópumeistari er liðið bar 2-0 sigurorð af Tottenham í úrslitaleiknum. Origi skoraði bæði í undanúrslita- og úrslitaleiknum.







Þeir rauðklæddu borguðu tíu milljónir punda fyrir Belgann frá Lille árið 2014 en þá skrifaði hann undir fimm ára samning. Nú hefur hann fengið þann samning framlengdan en ekki kemur fram hversu langur hann er.

Origi var á láni hjá Wolfsburg tímabilið 2017-2018 en skoraði svo risa mörk í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð; tvö mörk gegn Barcelona í undanúrslitunum og eitt í úrslitaleiknum gegn Tottenham.

Hann hefur verið verðlaunaður fyrir þá frammistöðu með góðum samningi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×