Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 19:02 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins Ríflega helmingur allra sveitarfélaga á landinu hefur enga stefnu í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt. Þetta er fjórða opinbera rannsóknin á þessu ári sem sýnir alvarlega stöðu í málaflokknum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir brýnt að yfirvöld bregðist við sláandi stöðu fatlaðra. Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira