Lífið

Lét ókunnugan velja nýju klippinguna

Andri Eysteinsson skrifar
Eric Tabach fyrir klippingu ásamt hárgreiðslukonunni sem sá um herlegheitin.
Eric Tabach fyrir klippingu ásamt hárgreiðslukonunni sem sá um herlegheitin. Skjáskot/YouTube

„Ég myndi gera næstum hvað sem er fyrir frægðina,“ segir í þekktu lagi Stuðmanna en textabrotið á við um marga, víða um heim. Einn þeirra er Eric Tabach sem vinnur hjá Buzzfeed og birtir hvert fáránlega myndbandið á fætur öðru þar sem hann gerir eitthvað asnalegt.

Í nýjasta myndbandinu úr smiðju Tabach hélt hann á hárgreiðslustofu og lét ókunnugan aðila þar inni ákveða hvað skyldi gera við síða krullaða lokka hans. Ákvörðunin fór þannig fram að Eric lét klippa sig eins og sá sem á undan honum kom.

Eric virtist frekar taugaóstyrkur á leið hans á stofuna og sagðist aldrei hafa litið vel út með stutt hár. Vel stutt hár varð þó fyrir valinu en sjá má útkomuna og ferlið í myndbandinu hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.