Málaði Heimaklett sundur og saman Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 3. júlí 2019 09:00 Listamaðurinn Tolli opnar einkasýningu nú á fimmtudaginn á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Mynd/Aðsend Fimmtudaginn 4. júlí verður opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir listamanninn Tolla á Vestmannaeyjaflugvelli. Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins og Tolla. „Ég er rosalega hress,“ segir Tolli glaður í bragði þegar Fréttablaðið nær tali af honum þar sem hann er að ferja verk á sýningarstað. „Ég er að koma með til Eyja stór og smá verk, þar sem ég er búinn að mála Heimaklettinn sundur og saman,“ bætir hann svo við.Náttúruundrið Heimaklettur Sýningin er sú síðasta af fjórum sem Tolli hefur unnið í samstarfi við Isavia. Í seríunni hefur hann sýnt verk sín á flugvöllum á landsbyggðinnni. Hann hefur því haldið álíka sýningar á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. „Vestmannaeyjar eru Ítalía Íslands,“ fullyrðir Tolli ,,Þetta er í raun suðrið okkar. Svo eru Vestmannaeyingar blóðheitir og lífsglaðir. Fólk sem hefur lifað við erfiðar aðstæður, eldgosið og hafið. Maður finnur hvað Heimaklettur á stórt pláss í hjörtum þeirra. Það er ekkert náttúruundur sem Íslendingar tengja meira við en Vestmanneyingar gera við Heimaklett,“ segir Tolli. Tolli kemur því með verk prýdd Heimakletti, og það í öllum regnbogans litum. „Ég geri honum að ég tel það góð skil að Vestmannaeyingar eiga að geta speglað lífsgleði sína og kraft í þessum málverkum sem ég er að fara að sýna.“Litríkt og kraftmikið stöff Hann hvetur fólk til að mæta á sýninguna, og sérstaklega þá sem eiga rætur að rekja til Eyja, til að gera sér ferð yfir sjóinn og berja verkin augu. „Allir sem hafa gaman af náttúruundrinu Heimakletti, Vestmannaeyjum og góðri myndlist almennt eiga erindi á þessa sýningu,“ segir Tolli. Sýningin á Ísafirði samanstóð mestmegnis af verkum sem sýndu landslagið fyrir vestan. Hann hafi þó ekki farið strangt eftir beinum tengslum verkanna við staðsetninguna á sýningunum hingað til. „En þarna fer ég alla leið. Megnið á sýningunni sem ég opna núna á fimmtudaginn er úr Eyjum. Þetta er litríkt og kraftmikið stöff.“Tolli segir alla þá sem hafa gaman af Heimakletti, Vestmannaeyjum og góðri myndlist eiga erindi á sýninguna.Svettið ekki allra Næst á dagskrá hjá Tolla er Listahátíðin LungA á Seyðisfirði. Þangað ætlar hann að taka með svett-tjaldið sitt. Aðspurður um áhrif svettsins viðurkennir Tolli að það sé svo sannarlega ekki allra. „Svettið er fyrir þá sem hafa gaman af því að prófa eitthvað nýtt og skora sjálfa sig svolítið á hólm. Fyrir þá aðila er svett mjög fallegt, skemmtilegt og síðast en ekki síst áhrifamikið verkfæri. Fyrir listamenn sem og blaðamenn!“ segir Tolli glettinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fimmtudaginn 4. júlí verður opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir listamanninn Tolla á Vestmannaeyjaflugvelli. Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins og Tolla. „Ég er rosalega hress,“ segir Tolli glaður í bragði þegar Fréttablaðið nær tali af honum þar sem hann er að ferja verk á sýningarstað. „Ég er að koma með til Eyja stór og smá verk, þar sem ég er búinn að mála Heimaklettinn sundur og saman,“ bætir hann svo við.Náttúruundrið Heimaklettur Sýningin er sú síðasta af fjórum sem Tolli hefur unnið í samstarfi við Isavia. Í seríunni hefur hann sýnt verk sín á flugvöllum á landsbyggðinnni. Hann hefur því haldið álíka sýningar á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. „Vestmannaeyjar eru Ítalía Íslands,“ fullyrðir Tolli ,,Þetta er í raun suðrið okkar. Svo eru Vestmannaeyingar blóðheitir og lífsglaðir. Fólk sem hefur lifað við erfiðar aðstæður, eldgosið og hafið. Maður finnur hvað Heimaklettur á stórt pláss í hjörtum þeirra. Það er ekkert náttúruundur sem Íslendingar tengja meira við en Vestmanneyingar gera við Heimaklett,“ segir Tolli. Tolli kemur því með verk prýdd Heimakletti, og það í öllum regnbogans litum. „Ég geri honum að ég tel það góð skil að Vestmannaeyingar eiga að geta speglað lífsgleði sína og kraft í þessum málverkum sem ég er að fara að sýna.“Litríkt og kraftmikið stöff Hann hvetur fólk til að mæta á sýninguna, og sérstaklega þá sem eiga rætur að rekja til Eyja, til að gera sér ferð yfir sjóinn og berja verkin augu. „Allir sem hafa gaman af náttúruundrinu Heimakletti, Vestmannaeyjum og góðri myndlist almennt eiga erindi á þessa sýningu,“ segir Tolli. Sýningin á Ísafirði samanstóð mestmegnis af verkum sem sýndu landslagið fyrir vestan. Hann hafi þó ekki farið strangt eftir beinum tengslum verkanna við staðsetninguna á sýningunum hingað til. „En þarna fer ég alla leið. Megnið á sýningunni sem ég opna núna á fimmtudaginn er úr Eyjum. Þetta er litríkt og kraftmikið stöff.“Tolli segir alla þá sem hafa gaman af Heimakletti, Vestmannaeyjum og góðri myndlist eiga erindi á sýninguna.Svettið ekki allra Næst á dagskrá hjá Tolla er Listahátíðin LungA á Seyðisfirði. Þangað ætlar hann að taka með svett-tjaldið sitt. Aðspurður um áhrif svettsins viðurkennir Tolli að það sé svo sannarlega ekki allra. „Svettið er fyrir þá sem hafa gaman af því að prófa eitthvað nýtt og skora sjálfa sig svolítið á hólm. Fyrir þá aðila er svett mjög fallegt, skemmtilegt og síðast en ekki síst áhrifamikið verkfæri. Fyrir listamenn sem og blaðamenn!“ segir Tolli glettinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira