Sport

Federer kominn í fjórðu umferðina eftir 350. sigurinn á stórmóti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Federer fagnar í dag.
Federer fagnar í dag. vísir/getty

Hinn magnaði tenniskappi, Roger Federer, er kominn áfram í 16-manna úrslitin á Wimbledon-mótinu eftir sigur á Lucas Pouille í dag.

Federer vann 3-0 sigur á Frakkanum í dag en settin vann hann 7-5, 6-2 og 7-6. Öruggur Federer sem er því kominn áfram í fjórðu umferðina, 16-manna úrslitin.

Federer er ekki bara kominn í 16-manna úrslitin heldur var sigurinn sá 350. hjá honum á stórmóti. Hann er fyrsti í sögunni til þess að vinna 350 leiki á stórmóti.

Í 16-manna úrslitunum verður mótherji Federer hinn ítalski Matteo Berrettini en hann er í sautjánda sæti heimslistans. Federer er númer tvö, á eftir Serbanum Novak Djokovic.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.