Sport

Federer kominn í fjórðu umferðina eftir 350. sigurinn á stórmóti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Federer fagnar í dag.
Federer fagnar í dag. vísir/getty
Hinn magnaði tenniskappi, Roger Federer, er kominn áfram í 16-manna úrslitin á Wimbledon-mótinu eftir sigur á Lucas Pouille í dag.

Federer vann 3-0 sigur á Frakkanum í dag en settin vann hann 7-5, 6-2 og 7-6. Öruggur Federer sem er því kominn áfram í fjórðu umferðina, 16-manna úrslitin.Federer er ekki bara kominn í 16-manna úrslitin heldur var sigurinn sá 350. hjá honum á stórmóti. Hann er fyrsti í sögunni til þess að vinna 350 leiki á stórmóti.

Í 16-manna úrslitunum verður mótherji Federer hinn ítalski Matteo Berrettini en hann er í sautjánda sæti heimslistans. Federer er númer tvö, á eftir Serbanum Novak Djokovic.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.