Rannsakar reykvískar rætur sínar Sylvía Hall skrifar 20. júní 2019 15:14 Ísfirski listamaðurinn Gunnar Jónsson. Framundan er síðasta sýningarhelgi sýningar Gunnars Jónssonar GRÖF í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á sýningunni leitast Gunnar Jónsson við að skoða reykvískar rætur sínar en Gunnar er fæddur í Reykjavík árið 1988 og hefur nánast allt sitt líf, utan þess tíma sem hann stundaði listnám, búið á Ísafirði en föðurættin hans er öll úr Reykjavík. Heitið á sýningunni er vísun í bóndabæinn Gröf í Grafarholti sem vegfarendur um Vesturlandsveg kannast við fyrir trampólínið sem prýðir húsið. Það var langalangafi hans Steindór Björnsson sem keypti Gröf og byggði sér bú þar og keypti síðar meir jörðina Holt sem tvinnar saman Grafarholt. D-salnum í Hafnarhúsinu er skipt í tvo jafna hluta á sýningunni GRÖF. Öðru megin er videóloftmynd tekin í lágflugi af völdum stöðum í Reykjavík. Að handan berast tónar frá öðru vídeói, sem er upptaka af tónlistarflutningi; impróvisasjón við loftmyndina í flutningi píanóleikarans Tómasar Jónssonar og bassaleikarans Valdimars Olgeirssonar.Í þeim sal er einnig nótnaskriftin sem stýrði spunanum en hana samdi Gunnar í samvinnu við Kristinn Gauta Einarsson og Valdimar Olgeirsson við laglínu eftir ömmu hans, Steinunni Maríu Steindórsdóttur. Nóturnar og leiðbeiningarnar gefa hljóðfæraleikurunum svigrúm til túlkunar sem þýðir að ef verkið er flutt aftur yrði það hljómlíkt en á sama tíma allt annað. Í vídeóverkinu er dróna flogið yfir Reykjavík og komið við á þeim helstu stöðum sem föðurætt Gunnars bjó í Reykjavík og Gunnar sjálfur þegar hann var við nám í Listaháskóla Íslands. Verkið er uppfullt af vísunum í sögur af föðurætt listamannsins þar sem tvinnað er saman borgarlandslaginu við íbúa þess. Gegnumgangandi laglínan í spunaverkinu sem amma Gunnars samdi á unglingsárum hljómar undir og er rauði þráðurinn í gegnum verkið.Það er víða komið við og á einum stað í verkinu er flogið er yfir Laugarveg þar sem föðurafi Gunnars, Sigurpáll Jónsson, bjó um tíma. Á þeim stað í vídeóinu má greina vísun í verk Richards Wagner en Sigurpáll hafði sérstakt dálæti á Wagner og hann og félagar hans áttu það til og hittast og hlusta á þetta dramatíska tónskáld þegar sérlega vel lá á þeim.Gunnar segir innblástur verksins koma frá því að lifa með þessu tvö rými í sjálfum sér, þessa tvo heima sem eru annars vegar Ísfirðingurinn og hins vegar Reykvíkingurinn. Verkið er afar persónulegt því hann fær þarna tækifæri til að kynnast ættarsögu sinni betur og segja frá henni um leið. Á sama tíma leiðir hann fólk inn í hugrenningatengsl við borgarskipulag og tvískiptingu landsins. Í huga Gunnars spegla þessi tvö rými hugarástand þjóðarinnar, þar sem búa tvö rými landsbyggðin og höfuðstaðurinn. Í verkinu má skynja að listamaðurinn trúi því að þegar þessir tveir hlutar ná að spila vel saman þá gerist eitthvað spennandi sem vert er að staldra við og hlusta á. Ísafjarðarbær Menning Reykjavík Mest lesið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Fleiri fréttir Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Framundan er síðasta sýningarhelgi sýningar Gunnars Jónssonar GRÖF í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á sýningunni leitast Gunnar Jónsson við að skoða reykvískar rætur sínar en Gunnar er fæddur í Reykjavík árið 1988 og hefur nánast allt sitt líf, utan þess tíma sem hann stundaði listnám, búið á Ísafirði en föðurættin hans er öll úr Reykjavík. Heitið á sýningunni er vísun í bóndabæinn Gröf í Grafarholti sem vegfarendur um Vesturlandsveg kannast við fyrir trampólínið sem prýðir húsið. Það var langalangafi hans Steindór Björnsson sem keypti Gröf og byggði sér bú þar og keypti síðar meir jörðina Holt sem tvinnar saman Grafarholt. D-salnum í Hafnarhúsinu er skipt í tvo jafna hluta á sýningunni GRÖF. Öðru megin er videóloftmynd tekin í lágflugi af völdum stöðum í Reykjavík. Að handan berast tónar frá öðru vídeói, sem er upptaka af tónlistarflutningi; impróvisasjón við loftmyndina í flutningi píanóleikarans Tómasar Jónssonar og bassaleikarans Valdimars Olgeirssonar.Í þeim sal er einnig nótnaskriftin sem stýrði spunanum en hana samdi Gunnar í samvinnu við Kristinn Gauta Einarsson og Valdimar Olgeirsson við laglínu eftir ömmu hans, Steinunni Maríu Steindórsdóttur. Nóturnar og leiðbeiningarnar gefa hljóðfæraleikurunum svigrúm til túlkunar sem þýðir að ef verkið er flutt aftur yrði það hljómlíkt en á sama tíma allt annað. Í vídeóverkinu er dróna flogið yfir Reykjavík og komið við á þeim helstu stöðum sem föðurætt Gunnars bjó í Reykjavík og Gunnar sjálfur þegar hann var við nám í Listaháskóla Íslands. Verkið er uppfullt af vísunum í sögur af föðurætt listamannsins þar sem tvinnað er saman borgarlandslaginu við íbúa þess. Gegnumgangandi laglínan í spunaverkinu sem amma Gunnars samdi á unglingsárum hljómar undir og er rauði þráðurinn í gegnum verkið.Það er víða komið við og á einum stað í verkinu er flogið er yfir Laugarveg þar sem föðurafi Gunnars, Sigurpáll Jónsson, bjó um tíma. Á þeim stað í vídeóinu má greina vísun í verk Richards Wagner en Sigurpáll hafði sérstakt dálæti á Wagner og hann og félagar hans áttu það til og hittast og hlusta á þetta dramatíska tónskáld þegar sérlega vel lá á þeim.Gunnar segir innblástur verksins koma frá því að lifa með þessu tvö rými í sjálfum sér, þessa tvo heima sem eru annars vegar Ísfirðingurinn og hins vegar Reykvíkingurinn. Verkið er afar persónulegt því hann fær þarna tækifæri til að kynnast ættarsögu sinni betur og segja frá henni um leið. Á sama tíma leiðir hann fólk inn í hugrenningatengsl við borgarskipulag og tvískiptingu landsins. Í huga Gunnars spegla þessi tvö rými hugarástand þjóðarinnar, þar sem búa tvö rými landsbyggðin og höfuðstaðurinn. Í verkinu má skynja að listamaðurinn trúi því að þegar þessir tveir hlutar ná að spila vel saman þá gerist eitthvað spennandi sem vert er að staldra við og hlusta á.
Ísafjarðarbær Menning Reykjavík Mest lesið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Lífið samstarf Fleiri fréttir Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira