Lífið

Gíslataka í Perlunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Íslenskir sérsveitarmenn taka Jane Doe höndum í þáttunum Blindspot.
Íslenskir sérsveitarmenn taka Jane Doe höndum í þáttunum Blindspot. getty/Barbara Nitke

Lokaþáttur fjórðu þáttaraðar spennuþáttanna Blindspot var sýndur á Stöð 2 í vikunni. Þátturinn gerist að hluta til á Íslandi. Blindspot teymið fer í ferðalag til Íslands til að koma í veg fyrir árás en lendir í nokkrum flækjum í leiðinni.

Meðal þeirra flækja er gíslataka en teymið lendir í þeim aðstæðum að taka gísla í Perlunni. Lögregla og fjölmiðlar mæta á svæðið og spreytir ein aðalpersóna þáttanna, Jane Doe, sig á íslensku.

Þættirnir eru aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.