Lífið

Gerði stólpagrín að líkamsfarðalínu Kim Kardashian

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kim Kardashian er enginn nýgræðingur þegar kemur að markaðssetningu.
Kim Kardashian er enginn nýgræðingur þegar kemur að markaðssetningu. Vísir/Getty

Háðfuglinn Stephen Colbert virðist ekki par hrifinn af nýrri líkamsfarðalínu bandarísku raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian sem kynnt var á dögunum. Hann tók vöruna fyrir í The Late Show í gær.

„Fullkomið fyrir þá starfa við eitthvað þar sem ekki er þörf á buxum eða ekki þarf að setjast á húsgögn,“ grínaðist Colbert með og sýndi kynningarmyndband þar sem sjá má aðstoðarmann bera farðann á líkama fyrirsætu. Colbert spurði meðal annars hvort að aðstoðarmaður fylgdi með í kaupunum.

„Það er kannski full harkalegt að segja við konur að það sé ekki nóg að mála andlitið, nú þurfi að klína farða á allan líkamann,“ sagði Colbert. „Það er ekki séns að einhver muni falla fyrir...nei, þetta er uppselt,“ sagði Colbert en innslagið má sjá hér fyrir neðan.

Leikkonan Jameela Jamil, sem hefur vakið athygli fyrir leik sinn í þáttunum The Good Place, gagnrýndi líkamsfarðann á dögunum.

Gaf hún lítið fyrir þessa nýjung Kardashian og segir hana vera enn eina óþarfa vöru sem konum séu talin trú um að þær verði að eignast.


Tengdar fréttir

Hjólar í líkamsfarða Kim Kardashian

Leikkonan Jameela Jamil, sem hefur vakið athygli fyrir leik sinn í þáttunum The Good Place, gagnrýnir nýjustu vöru Kim Kardashian á Twitter-síðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.