Ríkharður III sigurvegari kvöldsins Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 23:01 Brynhildur Guðjónsdóttir vann verðlaun fyrir leikstjórn ársins en hún leikstýrði Ríkharði III. Fréttablaðið/Eyþór Sýningin Ríkharður III var sigurvegari kvöldsins þegar Grímuverðlaunin fóru fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningin var tilnefnd í átta flokkum og stóð uppi sem sigurvegari í sex þeirra. Verkið fór heim með verðlaun í flokknum sýning ársins og þá vann Brynhildur Guðjónsdóttir verðlaun fyrir leikstjóra ársins en hún leikstýrði sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson, sem fer með hlutverk Ríkharðs, vann verðlaunin fyrir leikara ársins. Þá vann sýningin verðlaun fyrir leikmynd ársins en það var Ilmur Stefánsdóttir sem stóð að henni. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búningahönnun sýningarinnar og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu. Sýningin Matthildur fékk tvenn verðlaun en það var hún Vala Kristín Eiríksdóttir sem fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki og Lee Proud, danshöfundur sýningarinnar, fékk verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfinar ársins. Ronja Ræningjadóttir var valin barnasýning ársins og Club Romantica fékk verðlaun fyrir leikrit ársins. Stefán Hallur Stefánsson fékk verðlaunin leikari ársins fyrir hlutverk sitt í sýningunni Samþykki og Sólveig Guðmundsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Rejúníon. Borgarleikhúsið var því sigursælast leikhúsanna með níu verðlaun í kvöld en Þjóðleikhúsið fór heim með þrjú verðlaun fyrir sýningarnar Einræðisherrann, Ronja ræningjadóttir og Samþykki.Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverki Ríkharðs III.BorgarleikhúsiðSýning ársins Ríkharður III eftir William Shakespeare. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikrit ársins Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson. Sviðsetning: Leikhópurinn Abendshow og Borgarleikhúsið.Leikstjóri ársins Brynhildur Guðjónsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aðalhlutverki Hjörtur Jóhann Jónsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aukahlutverki Stefán Hallur Stefánsson, Samþykki. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Leikkona ársins í aðalhlutverki Sólveig Guðmundsdóttir, Rejúníon. Sviðsetning: Lakehouse í samstarfi við Tjarnarbíó.Leikkona ársins í aukahlutverki Vala Kristín Eiríksdóttir, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Snorri Helgason og Friðgeir Einarsson í Club Romantica.AbendshowLeikmynd ársins Ilmur Stefánsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Lýsing ársins Björn Bergsteinn Guðmundsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Tónlist ársins Daníel Bjarnason, Brothers. Sviðsetning: Íslenska Óperan í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Hljóðmynd ársins Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins, Einræðisherrann. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Söngvari ársins Herdís Anna Jónasdóttir, La Traviata. Sviðsetning: Íslenska óperan.Dans- og sviðshreyfingar ársins Lee Proud, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Salka Sól í hlutverki Ronju ræningjadóttur.ÞjóðleikhúsiðBarnasýning ársins Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Dansari ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Danshöfundur ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Útvarpsverk ársins **SOL** eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson. Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV í samstarfi við Sóma þjóðar.Sproti ársins Matthías Tryggvi Haraldsson Gríman Leikhús Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sýningin Ríkharður III var sigurvegari kvöldsins þegar Grímuverðlaunin fóru fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningin var tilnefnd í átta flokkum og stóð uppi sem sigurvegari í sex þeirra. Verkið fór heim með verðlaun í flokknum sýning ársins og þá vann Brynhildur Guðjónsdóttir verðlaun fyrir leikstjóra ársins en hún leikstýrði sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson, sem fer með hlutverk Ríkharðs, vann verðlaunin fyrir leikara ársins. Þá vann sýningin verðlaun fyrir leikmynd ársins en það var Ilmur Stefánsdóttir sem stóð að henni. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búningahönnun sýningarinnar og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu. Sýningin Matthildur fékk tvenn verðlaun en það var hún Vala Kristín Eiríksdóttir sem fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki og Lee Proud, danshöfundur sýningarinnar, fékk verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfinar ársins. Ronja Ræningjadóttir var valin barnasýning ársins og Club Romantica fékk verðlaun fyrir leikrit ársins. Stefán Hallur Stefánsson fékk verðlaunin leikari ársins fyrir hlutverk sitt í sýningunni Samþykki og Sólveig Guðmundsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Rejúníon. Borgarleikhúsið var því sigursælast leikhúsanna með níu verðlaun í kvöld en Þjóðleikhúsið fór heim með þrjú verðlaun fyrir sýningarnar Einræðisherrann, Ronja ræningjadóttir og Samþykki.Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverki Ríkharðs III.BorgarleikhúsiðSýning ársins Ríkharður III eftir William Shakespeare. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikrit ársins Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson. Sviðsetning: Leikhópurinn Abendshow og Borgarleikhúsið.Leikstjóri ársins Brynhildur Guðjónsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aðalhlutverki Hjörtur Jóhann Jónsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aukahlutverki Stefán Hallur Stefánsson, Samþykki. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Leikkona ársins í aðalhlutverki Sólveig Guðmundsdóttir, Rejúníon. Sviðsetning: Lakehouse í samstarfi við Tjarnarbíó.Leikkona ársins í aukahlutverki Vala Kristín Eiríksdóttir, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Snorri Helgason og Friðgeir Einarsson í Club Romantica.AbendshowLeikmynd ársins Ilmur Stefánsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Lýsing ársins Björn Bergsteinn Guðmundsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Tónlist ársins Daníel Bjarnason, Brothers. Sviðsetning: Íslenska Óperan í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Hljóðmynd ársins Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins, Einræðisherrann. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Söngvari ársins Herdís Anna Jónasdóttir, La Traviata. Sviðsetning: Íslenska óperan.Dans- og sviðshreyfingar ársins Lee Proud, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Salka Sól í hlutverki Ronju ræningjadóttur.ÞjóðleikhúsiðBarnasýning ársins Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Dansari ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Danshöfundur ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Útvarpsverk ársins **SOL** eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson. Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV í samstarfi við Sóma þjóðar.Sproti ársins Matthías Tryggvi Haraldsson
Gríman Leikhús Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45