Menning

Dansað við Listasafn Samúels í Selárdal

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Danshópurinn Core Dance frá Bandaríkjunum  flytur gjörninginn.
Danshópurinn Core Dance frá Bandaríkjunum flytur gjörninginn.

Listasafn Samúels í Selárdal í Arnarfirði mun taka þátt í heimsviðburðinum Global Water Dances á laugardaginn 15. júní klukkan 15.

Um er að ræða dansgjörning, einn af 170 sem fara fram samtímis á jafn mörgum stöðum í heiminum og miða að því að vekja fólk til vitundar um hamfarahlýnun af mannavöldum. Þeir eiga að varpa ljósi á vatnsbúskap hvers svæðis fyrir sig og þau vandamál sem uppi eru varðandi vatn og vatnsskort. Hér á landi má til dæmis gera ráð fyrir að jöklarnir hverfi innan 100-200 ára verði ekkert að gert.

Danshópurinn Core Dance frá Bandaríkjunum mun flytja dansgjörninginn í Selárdal. Hópurinn er nútímadansflokkur sem hefur unnið til verðlauna og hefur aðalbækistöðvar sínar í Atlanta í Georgíufylki og í Houston í Texas. Listrænn stjórnandi Core Dance er Sue Schroeder.

Viðburðurinn verður í streymi á vefnum globalwaterdances.org. Hann markar upphaf sumardagskrár í Listasafni Samúels undir heitinu Samba­sumar. Frítt er inn á viðburðinn en tekið við frjálsum framlögum vegna uppbyggingar safnsins á reikning 512-26-4404, kt. 440398-2949.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.