Tónlist

Föstudagsplaylisti TRPTYCH

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Daníel Þorsteinsson.
Daníel Þorsteinsson.
Daníel Þorsteinsson sem oft er kenndur við Maus vinnur um þessar mundir að teknótónlist undir nafninu TRPTYCH.   

Fyrir viku síðan kom út platan Anarchist’s Adjustment, önnur breiðskífa TRPTYCH, og kveður við nýjan tón í músíkinni. Ískalt teknóið hefur vikið fyrir melódískari tónum, þó reglum teknósins sé enn fylgt.

Auk trommuverkefna og teknósins hefur Danni einnig unnið elektrónískt popp með Rósu Birgittu Ísfeld undir nafninu Sometime.

Danni setti saman hlýlegan lagalista af gullaldar- og nýaldar hipphoppi, moody slögurum frá áttunda áratugnum með endastoppi í aldamótarokki.

Listann segir hann samanstanda af lögum og tónlistarstefnum sem hann hlustar mikið á, og komi honum „alltaf í goody feeling. Sérstaklega þegar það er sumar og sól og fössari.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×