Sport

Aníta: Kominn tími á að hlaupa á undir tveimur mínútum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta stefnir á að komast á Ólympíuleikana 2020 í Tókýó.
Aníta stefnir á að komast á Ólympíuleikana 2020 í Tókýó. mynd/stöð 2

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir var gestur í þættinum GYM sem sýndur er á Stöð 2.

Þar ræddi hún við Birnu Maríu um markmið sín. Eitt þeirra er að hlaupa 800 metra á undir tveimur mínútum.

„Besti tíminn minn er tvær mínútur og fimm sekúndubrot. Viku seinna hljóp ég á tveimur mínútum og sex sekúndubrotum. Það er alveg kominn tími á að hlaupa undir tveimur mínútum. Það verður veisla þegar það gerist og það er markmiðið,“ sagði Aníta.

Hún tók þátt á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og dreymir um að komast á næstu Ólympíuleika sem verða haldnir í Tókýó á næsta ári.

„Ólympíuleikarnir eru draumurinn hjá öllu íþróttafólki. Stefnan er sett á að komast á leikana 2020. En drauma drauma markmið væri að komast í úrslit,“ sagði Aníta.

Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: GYM: Aníta um markmiðið og draumana



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.