Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 20:58 Myndin var tekin þann 13. júní síðastliðinn, þegar hitamet féllu á Grænlandi. Mynd/Steffen Olsen Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. Á myndinni sést hversu mikill ís hefur bráðnað í hitanum en hundarnir vaða vatn þar sem áður var gegnheill ís. Rétt fyrir helgi var greint frá því að bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu væri við það að setja met. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum settu af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, sem jafnan gerist ekki fyrr en um mitt sumar. Þá var hitinn á Grænlandi meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi í síðustu viku. Steffen Olsen, loftslagsvísindamaður hjá dönsku veðurstofunni, tók myndina 13. júní síðastliðinn, þegar hlýjast var, og birti samstarfsmaður hans myndina í kjölfarið á Twitter.Communities in #Greenland rely on the sea ice for transport, hunting and fishing. Extreme events, here flooding of the ice by abrupt onset of surface melt call for an incresed predictive capacity in the Arctic @BG10Blueaction @polarprediction @dmidk https://t.co/Y1EWU1eurA— Steffen M. Olsen (@SteffenMalskaer) June 14, 2019 Þeir voru á ferð á sleða við Inglefield-fjörð þar sem yfirborðið á ísilögðum firðinum hafði bráðnað vegna hitans. Þar sem hafísinn er afar þykkur og bráðnaði auk þess skyndilega náði vatnið ekki að leka í gegnum hann heldur safnaðist saman eins og stöðuvatn. Þess vegna virðist sem hundarnir gangi á vatni á myndinni. Myndin hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa netverjar margir lýst yfir áhyggjum af umfangi bráðnunarinnar, ástæðum hennar og afleiðingum. William Colgan, vísindamaður hjá Jarðfræðirannsóknarstofnun Danmerkur og Grænlands, bendir á í samtali við BBC að hlýindin í síðustu viku hafi aðeins verið afmarkaður og afar óvenjulegur atburður. Þó beri að hafa í huga að slík ofsafrávik geti orðið æ algengari ef fram fer sem horfir. Danmörk Grænland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. Á myndinni sést hversu mikill ís hefur bráðnað í hitanum en hundarnir vaða vatn þar sem áður var gegnheill ís. Rétt fyrir helgi var greint frá því að bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu væri við það að setja met. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum settu af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, sem jafnan gerist ekki fyrr en um mitt sumar. Þá var hitinn á Grænlandi meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi í síðustu viku. Steffen Olsen, loftslagsvísindamaður hjá dönsku veðurstofunni, tók myndina 13. júní síðastliðinn, þegar hlýjast var, og birti samstarfsmaður hans myndina í kjölfarið á Twitter.Communities in #Greenland rely on the sea ice for transport, hunting and fishing. Extreme events, here flooding of the ice by abrupt onset of surface melt call for an incresed predictive capacity in the Arctic @BG10Blueaction @polarprediction @dmidk https://t.co/Y1EWU1eurA— Steffen M. Olsen (@SteffenMalskaer) June 14, 2019 Þeir voru á ferð á sleða við Inglefield-fjörð þar sem yfirborðið á ísilögðum firðinum hafði bráðnað vegna hitans. Þar sem hafísinn er afar þykkur og bráðnaði auk þess skyndilega náði vatnið ekki að leka í gegnum hann heldur safnaðist saman eins og stöðuvatn. Þess vegna virðist sem hundarnir gangi á vatni á myndinni. Myndin hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa netverjar margir lýst yfir áhyggjum af umfangi bráðnunarinnar, ástæðum hennar og afleiðingum. William Colgan, vísindamaður hjá Jarðfræðirannsóknarstofnun Danmerkur og Grænlands, bendir á í samtali við BBC að hlýindin í síðustu viku hafi aðeins verið afmarkaður og afar óvenjulegur atburður. Þó beri að hafa í huga að slík ofsafrávik geti orðið æ algengari ef fram fer sem horfir.
Danmörk Grænland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41