Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2025 08:47 Ungir nýliðar við æfingar. Getty/Federico Gambarini Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi hafa komið sér saman um aðgerðir sem miða að því að efla herafla landsins. Allir 18 ára karlar verða nú látnir svara spurningalista um getu þeirra til að þjóna í hernum og þá verða þeir, frá árinu 2027, látnir gangast undir heilbrigðisskoðun. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa sett sér það markmið að eignast stærsta her Evrópu. Armin Papperger, yfirmaður Rheinmetall, stærsta vopnaframleiðanda Þýskalands, segir í samtali við BBC að það muni mögulega nást á næstu fimm árum. Hershöfðinginn Carsten Breuer, yfirmaður varnarmála, sagði fyrr á þessu ári að Atlantshafsbandalagið þyrfti að undirbúa sig undir mögulega árás af hálfu Rússa á næstu árum. Papperger sagðist í samtalinu við BBC ekki hafa neina kristalskúlu til að spá í hvað þetta varðaði en sagði að Þjóðverjar þyrftu að stefna að því að vera við öllu viðbúnir fyrir 2030. Þýski herinn telur 182 þúsund hermenn en miðað er að því að fjölga hermönnum um 20 þúsund á næsta ári og í allt að 260 þúsund á næstu tíu árum. Þá er gert ráð fyrir að varaliðar verði um 200 þúsund talsins. Áðurnefndir spurningarlistar verða sendir á bæði 18 ára karla og konur en aðeins karlarnir verða skyldaðir til að svara. Þá verða allir 18 ára karlar skikkaðir til að ganga undir heilbrigðispróf árið 2027, til að meta líkamlega getu þeirra. Ef stríð brýst út verða spurningalistarnir og heilsuprófin notuð til viðmiðunar. Áætlanir stjórnvalda eru umdeildar en samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru 63 prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 29 ára á móti herskyldu. Sumir vilja þjóna landinu sínu en aðrir segjast hvorki hafa áhuga á að láta skjóta á sig né skjóta aðra. Varnarmálaráðherrann Boris Pistorius hefur freistað þess að róa fólk og bent á að þrátt fyrir að stjórnvöld séu að huga að viðbúnaði sé engin ástæða til að hafa áhyggjur eða óttast. Forvarnir og hernaðaruppbygging séu til þess gerðar að draga úr líkunum á átökum. Þýskaland Hernaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa sett sér það markmið að eignast stærsta her Evrópu. Armin Papperger, yfirmaður Rheinmetall, stærsta vopnaframleiðanda Þýskalands, segir í samtali við BBC að það muni mögulega nást á næstu fimm árum. Hershöfðinginn Carsten Breuer, yfirmaður varnarmála, sagði fyrr á þessu ári að Atlantshafsbandalagið þyrfti að undirbúa sig undir mögulega árás af hálfu Rússa á næstu árum. Papperger sagðist í samtalinu við BBC ekki hafa neina kristalskúlu til að spá í hvað þetta varðaði en sagði að Þjóðverjar þyrftu að stefna að því að vera við öllu viðbúnir fyrir 2030. Þýski herinn telur 182 þúsund hermenn en miðað er að því að fjölga hermönnum um 20 þúsund á næsta ári og í allt að 260 þúsund á næstu tíu árum. Þá er gert ráð fyrir að varaliðar verði um 200 þúsund talsins. Áðurnefndir spurningarlistar verða sendir á bæði 18 ára karla og konur en aðeins karlarnir verða skyldaðir til að svara. Þá verða allir 18 ára karlar skikkaðir til að ganga undir heilbrigðispróf árið 2027, til að meta líkamlega getu þeirra. Ef stríð brýst út verða spurningalistarnir og heilsuprófin notuð til viðmiðunar. Áætlanir stjórnvalda eru umdeildar en samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru 63 prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 29 ára á móti herskyldu. Sumir vilja þjóna landinu sínu en aðrir segjast hvorki hafa áhuga á að láta skjóta á sig né skjóta aðra. Varnarmálaráðherrann Boris Pistorius hefur freistað þess að róa fólk og bent á að þrátt fyrir að stjórnvöld séu að huga að viðbúnaði sé engin ástæða til að hafa áhyggjur eða óttast. Forvarnir og hernaðaruppbygging séu til þess gerðar að draga úr líkunum á átökum.
Þýskaland Hernaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila