Erlent

Lætur ráð­herra fjúka vegna um­fangs­mikils spillingarmáls

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Selenskí þarf að vanda sig þegar kemur að spillingarmálum, sem eru afar viðkvæmt mál í Úkraínu. Þá er hann reglulega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðað til kosninga í landinu vegna innrásar Rússa. 
Selenskí þarf að vanda sig þegar kemur að spillingarmálum, sem eru afar viðkvæmt mál í Úkraínu. Þá er hann reglulega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðað til kosninga í landinu vegna innrásar Rússa.  Getty/NurPhoto/Ukrinform

Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur látið dómsmálaráðherrann Herman Halushchenko og orkumálaráðherrann Svitlönu Grynchuk fjúka en bæði hafa verið ásökuð um aðild að umfangsmiklu spillingarmáli.

Forsetinn hefur einnig kallað eftir aðgerðum gegn vini sínum og fyrrverandi viðskiptafélaga, Timur Mindich, sem er sakaður um að hafa skipulagt mútur til stjórnmálamanna af hálfu samkeppnisaðila orkurisans Energoatom, sem er í eigu ríkisins.

Málið hefur reynst Selenskí erfitt en rannsókn þess fór fram hjá eftirlitsstofnuninni Nabu, sem forsetinn freistaði þess að veikja með frumvarpi í sumar. Hann hætti við eftir mikil mótmæli.

Mindich, sem var meðal stofnenda Kvartal 95, framleiðslufyrirtækis Selenskís, er sagður hafa flúið land, mögulega til Ísraels, aðeins klukkustundum áður en leit var gerð í íbúð hans.

Halushchenko og Grynchuk hafa neitað sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×