Vilja ekki feita innflytjendur Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2025 08:44 Donald Trump og Marco Rubio eru hér fyrir miðju og hægra megin á myndinni. AP/Evan Vucci Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað starfsmönnum sendiráða ríkisins að taka tillit til holdafars fólks sem sækir um vegabréfsáritun til að búa í Bandaríkjunum. Einnig á að taka tillit til þess hvort fólk sé með sykursýki eða aðra heilsukvilla og nota þá til að hafna umsóknum fólks. Einnig á að taka tillit til aldurs umsækjenda en með þessu vilja yfirvöld vestanhafs koma í veg fyrir að þangað flytji innflytjendur sem þurfi á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Í minnisblaði sem sent var á sendiráð Bandaríkjanna segir, samkvæmt frétt Politico, að sjálfbærni hafi lengi verið undirstöðuatriði í innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur lagt mikla áherslu á að draga úr fjölda innflytjenda í Bandaríkjunum og þá bæði þeirra sem dvelja þar með ólöglegum hætti og fólks sem reynir að flytja þangað með löglegum hætti. Í áðurnefndu minnisblaði segir að taka verði til skoðunar heilsu umsækjenda, holdafar og hvort þeir séu með einhverja langvarandi sjúkdóma eða glími við geðræn vandamál. Það geti kostað ríkið hundruð þúsunda dala. Offita, asmi, kæfisvefn og hár blóðþrýstingur er einnig eitthvað sem taka á til skoðunar þegar fólk sækir um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá á einnig að taka tillit til þess hvort umsækjendur hafi burði til að greiða sjálfir fyrir heilbrigðisþjónustu, þurfi þeir á henni að halda. Á í raun við alla umsækjendur Lögfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum innflytjenda sagði í samtali við KFF Health News að viðmiðin nýju ættu í raun við alla sem sækja um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, hvort sem markmiðið er að búa þar eða fara í heimsókn. Líklega yrði þó ekki tekið tillit til heilsu fólks sem vill fara til Bandaríkjanna sem ferðamenn í skamman tíma. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Einnig á að taka tillit til aldurs umsækjenda en með þessu vilja yfirvöld vestanhafs koma í veg fyrir að þangað flytji innflytjendur sem þurfi á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Í minnisblaði sem sent var á sendiráð Bandaríkjanna segir, samkvæmt frétt Politico, að sjálfbærni hafi lengi verið undirstöðuatriði í innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur lagt mikla áherslu á að draga úr fjölda innflytjenda í Bandaríkjunum og þá bæði þeirra sem dvelja þar með ólöglegum hætti og fólks sem reynir að flytja þangað með löglegum hætti. Í áðurnefndu minnisblaði segir að taka verði til skoðunar heilsu umsækjenda, holdafar og hvort þeir séu með einhverja langvarandi sjúkdóma eða glími við geðræn vandamál. Það geti kostað ríkið hundruð þúsunda dala. Offita, asmi, kæfisvefn og hár blóðþrýstingur er einnig eitthvað sem taka á til skoðunar þegar fólk sækir um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá á einnig að taka tillit til þess hvort umsækjendur hafi burði til að greiða sjálfir fyrir heilbrigðisþjónustu, þurfi þeir á henni að halda. Á í raun við alla umsækjendur Lögfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum innflytjenda sagði í samtali við KFF Health News að viðmiðin nýju ættu í raun við alla sem sækja um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, hvort sem markmiðið er að búa þar eða fara í heimsókn. Líklega yrði þó ekki tekið tillit til heilsu fólks sem vill fara til Bandaríkjanna sem ferðamenn í skamman tíma.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“