Þurfum að snúa við blaðinu og breyta samgönguvenjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Rætt verður um samgöngur og skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu á málþinginu sem fram fer í Norræna húsinu í dag. Fréttablaðið/Anton Brink „Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
„Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira