Fótbolti

Stuðningsmenn Liverpool gerðu Mourinho og Wenger orðlausa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Mourinho og Arsène Wenger.
José Mourinho og Arsène Wenger. Getty/Matthew Peters

Söngur stuðningsmanna Liverpool fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid heillaði marga og þar á meðal voru tveir stjórar sem eiga sér mikla sögu í ensku úrvalsdeildinni.

Knattspyrnustjórarnir José Mourinho og Arsène Wenger þekkja það vel að mæta með lið sín á Anfield og heyra stuðningsmenn Liverpool syngja „You'll never walk alone".

Þeir voru því ekki að heyra sönginn í fyrsta sinn á laugardagskvöldið

Á laugardaginn var unnu þeir José Mourinho og Arsene Wenger fyrir Bein Sports sjónvarpsstöðina og voru í settinu fyrir leik þegar stuðningsmenn Liverpool fóru að syngja allir sem einn „You'll never walk alone".

Viðbrögð þeirra má sjá hér fyrir neðan.Þarna má sjá stuðningsmenn Liverpool ná athygli þeirra José Mourinho og Arsene Wenger sem eru í fyrstu alveg orðlausir.

„Þetta er fallegt og einstakt,“ segir Arsene Wenger síðan. José Mourinho bætir síðan við: „Það er ekkert fallegra en þetta.“

„Liverpool er borg tónlistar, vinnumanna og fótbolta,“ sagði Arsene Wenger síðan seinna í útsendingunni.

José Mourinho vann Meistaradeildina með Porto árið 2004 og með Internazionale árið 2010. Wenger hefur aldrei náð að vinna Meistaradeildina en tapaði úrslitaleik með Arsenal á móti Barcelona árið 2006.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.