Sumarspá Siggu Kling – Krabbinn: Láttu ekki sært egó villa þér sýn Sigga Kling skrifar 7. júní 2019 09:00 Elsku Krabbinn minn, það er sama þó þú hafir vindinn í fangið þá læturðu það líta út eins og allt sé áreynslulaust, þú vilt öllum vel en þú getur að sjálfsögðu ekki þóknast öllum eða verið allstaðar. Þú ert að hafa áhyggjur af því að lífið þitt gangi ekki upp eins og þú ert búinn að plana það, en það verður þér til heilla, þú munt einfalda lífið og setja meiri áherslur á það sem skiptir máli, elskaðu veikleika þína því þá verða þeir styrkleikar þínir. Láttu ekki sært egó villa þér sýn, því þegar þú sleppir því þá líður þér svo sannarlega vel í hjartanu því að vera egóisti getur þýtt að þú hefur þig yfir aðra, hugsar frá mér, um mig, frá mér, til mín sem er engum hollt. Ég hef sjálf þurft að taka á egóskrattanum og henda út, því egó er eiginhagsmunasemi og þar vil ég ekki dvelja. Þó að erfiðir atburðir hafi verið á þínu baki skaltu halda ró þinni, ekki taka hlutina of persónulega, þetta er allt að verða þér til góðs, því þú ert svo skemmtileg týpa og getur séð húmor í og útúr öllu, sem mun svo sannarlega fleyta þér þangað sem þú vilt fara. Þú hefur svo næmt auga fyrir smáatriðum, ert hugmyndaríkur og skapandi og heimili þitt ber þess merki, því þú gerir allt svo notalegt og einstakt og alveg eins og Krabbinn sjálfur þá nærðu þinni ró og frið tengt vatni og náttúru. Þú ert svo elskaður en átt það til að verða hræddur við tengingar, svo þú gætir flúið frá ástinni. Þetta suma gefur þér sterkari trú á sjálfan þig, ástina og lífið. Þú segir dramanu í lífi þínu upp og býður frekar kærleikanum og fjörinu í þitt partý. Það er að magnast upp ástin á þessu sumri, þú ert slíkur magnari tilfinninga, heillar alla sem þú vilt heilla og líka þá sem þú vilt ekki heilla, átt inni greiða á mörgum stöðum sem koma sér vel á þessu skrautlega sumri. Þegar haustið kemur muntu sjá hversu þakklátur þú verður fyrir óvæntar breytingar sem efla það sem þig vantar upp á og áhyggjurnar sem þú hefur í dag verða eitthvað sem verður löngu gleymt að þremur mánuðum liðnum. Trúðu og treystu, þá sérðu tilganginn! Kossar og knús, Sigga Kling.Krabbi 22. júní - 22. júlíAuðunn Blöndal, 8. júlí Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí Edda Sif, 20. júlí Sindri Sindrason, 19. júlí Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí Guðni Th. forseti Íslands, 26. júní Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní Meryl Streep, leikkona, 22. júní Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, það er sama þó þú hafir vindinn í fangið þá læturðu það líta út eins og allt sé áreynslulaust, þú vilt öllum vel en þú getur að sjálfsögðu ekki þóknast öllum eða verið allstaðar. Þú ert að hafa áhyggjur af því að lífið þitt gangi ekki upp eins og þú ert búinn að plana það, en það verður þér til heilla, þú munt einfalda lífið og setja meiri áherslur á það sem skiptir máli, elskaðu veikleika þína því þá verða þeir styrkleikar þínir. Láttu ekki sært egó villa þér sýn, því þegar þú sleppir því þá líður þér svo sannarlega vel í hjartanu því að vera egóisti getur þýtt að þú hefur þig yfir aðra, hugsar frá mér, um mig, frá mér, til mín sem er engum hollt. Ég hef sjálf þurft að taka á egóskrattanum og henda út, því egó er eiginhagsmunasemi og þar vil ég ekki dvelja. Þó að erfiðir atburðir hafi verið á þínu baki skaltu halda ró þinni, ekki taka hlutina of persónulega, þetta er allt að verða þér til góðs, því þú ert svo skemmtileg týpa og getur séð húmor í og útúr öllu, sem mun svo sannarlega fleyta þér þangað sem þú vilt fara. Þú hefur svo næmt auga fyrir smáatriðum, ert hugmyndaríkur og skapandi og heimili þitt ber þess merki, því þú gerir allt svo notalegt og einstakt og alveg eins og Krabbinn sjálfur þá nærðu þinni ró og frið tengt vatni og náttúru. Þú ert svo elskaður en átt það til að verða hræddur við tengingar, svo þú gætir flúið frá ástinni. Þetta suma gefur þér sterkari trú á sjálfan þig, ástina og lífið. Þú segir dramanu í lífi þínu upp og býður frekar kærleikanum og fjörinu í þitt partý. Það er að magnast upp ástin á þessu sumri, þú ert slíkur magnari tilfinninga, heillar alla sem þú vilt heilla og líka þá sem þú vilt ekki heilla, átt inni greiða á mörgum stöðum sem koma sér vel á þessu skrautlega sumri. Þegar haustið kemur muntu sjá hversu þakklátur þú verður fyrir óvæntar breytingar sem efla það sem þig vantar upp á og áhyggjurnar sem þú hefur í dag verða eitthvað sem verður löngu gleymt að þremur mánuðum liðnum. Trúðu og treystu, þá sérðu tilganginn! Kossar og knús, Sigga Kling.Krabbi 22. júní - 22. júlíAuðunn Blöndal, 8. júlí Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí Edda Sif, 20. júlí Sindri Sindrason, 19. júlí Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí Guðni Th. forseti Íslands, 26. júní Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní Meryl Streep, leikkona, 22. júní
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira