Ingvar valinn besti leikarinn í Transylvaníu Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 12:23 Ingvar tekur við verðlaununum. Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í gærkvöldi. Þetta er því önnur hátíðin í röð sem Ingvar hlýtur verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, en fyrir eingöngu rúmum tveimur vikum var hann verðlaunaður á kvikmyndahátíðinni Critic´s Week í Cannes þar sem myndin var heimsfrumsýnd. Bandaríski leikarinn Nicolas Cage var einnig verðlaunaður á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Þess má geta að Hlynur Pálmason hlaut einnig verðlaun á hátíðinni í Transylvaníu á síðasta ári, þá fyrir bestu leikstjórn fyrir fyrstu kvikmynd sína, hina dönsk/íslensku Vetrarbræður sem kom út árið 2017 og fór sigurför um heiminn í kjölfar heimsfrumsýningu í aðalkeppni Locarno kvikmyndahátíðarinnar í Sviss.Hér má sjá Ingvar veita verðlaununum viðurkenningu, en hann fékk meðal annars 1.500 evrur í sinn hlut. Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið mikið lof og fengið frábæra dóma hjá hinum ýmsu virtu kvikmyndatímaritum á borð við Cineuropa, Screen International og The Hollywood Reporter. Þá hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um leik Ingvars: „Ingimundur er heillandi og áhugaverður karakter, meistaralega dreginn upp af Ingvari Sigurðssyni“ segir t.a.m. í Screen International, og enn fremur að myndin sjálf sé „sjónrænt grípandi og áhrifamikil“. Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Myndin er framleidd af Join Motion Pictures og Sena sér um dreifingu hennar á Íslandi.Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 6. september. Menning Tengdar fréttir Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í gærkvöldi. Þetta er því önnur hátíðin í röð sem Ingvar hlýtur verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, en fyrir eingöngu rúmum tveimur vikum var hann verðlaunaður á kvikmyndahátíðinni Critic´s Week í Cannes þar sem myndin var heimsfrumsýnd. Bandaríski leikarinn Nicolas Cage var einnig verðlaunaður á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Þess má geta að Hlynur Pálmason hlaut einnig verðlaun á hátíðinni í Transylvaníu á síðasta ári, þá fyrir bestu leikstjórn fyrir fyrstu kvikmynd sína, hina dönsk/íslensku Vetrarbræður sem kom út árið 2017 og fór sigurför um heiminn í kjölfar heimsfrumsýningu í aðalkeppni Locarno kvikmyndahátíðarinnar í Sviss.Hér má sjá Ingvar veita verðlaununum viðurkenningu, en hann fékk meðal annars 1.500 evrur í sinn hlut. Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið mikið lof og fengið frábæra dóma hjá hinum ýmsu virtu kvikmyndatímaritum á borð við Cineuropa, Screen International og The Hollywood Reporter. Þá hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um leik Ingvars: „Ingimundur er heillandi og áhugaverður karakter, meistaralega dreginn upp af Ingvari Sigurðssyni“ segir t.a.m. í Screen International, og enn fremur að myndin sjálf sé „sjónrænt grípandi og áhrifamikil“. Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Myndin er framleidd af Join Motion Pictures og Sena sér um dreifingu hennar á Íslandi.Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 6. september.
Menning Tengdar fréttir Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09