Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 19:09 Ingvar E. Sigurðsson í Cannes ásamt Ídu Mekkín Hlynsdóttur, sem fer með hlutverk dóttur hans í myndinni. Mynd/Pierre Caudevelle Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar. Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar.
Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56
Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30