Sport

Conor boðar komu sína til Íslands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er væntanlegur aftur til Íslands.
Conor er væntanlegur aftur til Íslands. mynd/instagram

Írski bardagakappinn Conor McGregor eyddi miklum tíma á Íslandi er hann var að byrja að klifra upp á stjörnuhimininn og hann segist vera væntanlegur fljótlega til Íslands á nýja leik.

Ungur og fátækur Conor kom hingað til lands með lítið annað en stóra drauma í vasanum. Haraldur Dean Nelson og félagar í Mjölni tóku vel á móti Íranum og hjálpuðu honum eins og hægt var. Haraldur var svo fyrsti umboðsmaður Conors.

Conor var einnig staddur í Mjölni er hann hætti mjög óvænt í MMA í fyrra skiptið. Sú ákvörðun stóð ekki lengi. Sem betur fer því þá átti hann eftir að fara í sína eftirminnilegustu bardaga.

Conor virðist sakna Mjölnis og Íslands því á samfélagsmiðlum í gær segist hann hlakka til að koma aftur í Mjölni fljótlega. Hann hvetur fólk einnig til þess að kíkja á hina glæsilegu aðstöðu Mjölnis í Öskjuhlíðinni og taka þá því með víkingunum.


MMA

Tengdar fréttir

Haraldur: Conor skuldar mér samloku

Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina.

Fékk milljón fyrir fyrsta bardagann

Conor McGregor er í 24. sæti yfir launahæstu íþróttamenn heims á síðasta ári og hann mun rjúka upp þann lista á næsta ári. Hann mun nefnilega fá á milli sjö til tíu milljarða króna fyrir bardaga sinn við Floyd Mayweather. Meira en hann mun fá fyrir feril sinn hjá UFC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.