Sport

Sjáðu bardagann geggjaða sem kom Conor í UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor hefur aðeins breyst með árunum en hann var samt óstöðvandi vél á þessum tíma.
Conor hefur aðeins breyst með árunum en hann var samt óstöðvandi vél á þessum tíma.

Á gamlársdegi árið 2012 varð ungur Íri að nafni Conor McGregor fyrstur til þess að vera handhafi tveggja belti hjá Cage Warriors bardagasambandinu.

Fyrst varð hann fjaðurvigtarmeistari og aðeins nokkrum mánuðum síðar varð hann léttvigtarmeistari sambandsins. Hann endurtók þennan leik svo hjá UFC. Sá fyrsti til þess að vera handhafi tveggja belta hjá báðum samböndum. Sérstakt eins og allt hjá Íranum.

Er Conor rotaði Ivan Buchinger var leiðin greið fyrir hann í UFC og Haraldur Dean Nelson sá um að gera fyrsta samning Conors við UFC.

Sjá má bardaga Conors og Buchinger hér að neðan. Hann er geggjaður.

Conor og Mayweather berjast næstakomandi laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.