Sport

Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haraldur ásamt Conor og Peter Queally.
Haraldur ásamt Conor og Peter Queally. mynd/twittersíða haraldar

Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi.

Conor kom hingað til lands ásamt átta manna fylgdarliði. Hann er að æfa með Gunnari Nelson sem keppir þann 8. maí í Rotterdam.

Conor á að vera mættur til Las Vegas í vinnu hjá UFC á föstudag en ætlar ekki að mæta. Þess vegna fær hann ekki að keppa á UFC 200. Það er útskýring UFC í málinu.

Sjá einnig: Conor segist vera hættur

Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, birti mynd af sér með Conor í gærkvöldi þar sem hópurinn var að snæða á Vegamótum í rólegheitunum.

Það er létt yfir Conor á myndinni en hann var þá nýbúinn með æfingu hjá Mjölni.

Það héldu margir að tíst hans í gær um að hann væri hættur væri grín en nú hefur komið í ljós að svo er alls ekki fyrst hann verður ekki með á UFC 200.

Nú bíður heimurinn spenntur eftir næsta útspili hans.

Uppfært:

Í fyrstu var því haldið fram að snæðingurinn hefði verið á Grillmarkaðnum en hann var víst á Vegamótum.


Tengdar fréttir

Conor fær ekki að keppa á UFC 200

Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.