Sport

Fékk milljón fyrir fyrsta bardagann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haraldur ásamt Conor og Peter Queally.
Haraldur ásamt Conor og Peter Queally.

Conor McGregor er í 24. sæti yfir launahæstu íþróttamenn heims á síðasta ári og hann mun rjúka upp þann lista á næsta ári. Hann mun nefnilega fá á milli sjö til tíu milljarða króna fyrir bardaga sinn við Floyd Mayweather. Meira en hann mun fá fyrir feril sinn hjá UFC.

Það er óhætt að segja að hann hafi hækkað mikið í launum síðan Haraldur Dean Nelson gerði fyrsta samning hans við UFC.

„Ég held ég fari rétt með að ég hafi samið um að hann fengi 10 þúsund dollara fyrir bardagann. Það var góður samningur því UFC vildi aðeins borga sex til átta þúsund dollara,“ segir Haraldur en það gerir rúma milljón á gengi dagsins. Conor átti svo að fá 10 þúsund í viðbót ef hann ynni bardaga.

„Fyrsti samningurinn var upp á fimm bardaga. Við höfðum ekki áhyggjur af því þar sem við vissum að UFC myndi vilja gera nýjan samning er Conor væri búinn að sanna sig þar. Það gekk eftir.“

Haraldur segist ekki hafa séð fyrir á þessum tímapunkti að Conor myndi nokkrum árum síðar fá milljarða fyrir að berjast.

„Auðvitað ekki. Ég var bara að hjálpa honum og fleiri strákum því ég var vinur þeirra. Ég vissi samt alltaf að Conor myndi slá í gegn hjá UFC. Af því hann er eins og hann er og af því hann er svo góður bardagamaður. Maður veit samt aldrei en ég hafði trú á því að hann myndi slá í gegn. Ég sá samt ekki fyrir að á tveim til þrem árum yrði hann stærsta stjarnan í sögu UFC og tæki yfir þessa sýningu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.