Örlagasaga sungin og lesin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 10:00 Ásbjörg segir ekkert annað en rödd í þessu verki. Fréttablaðið/Anton Brink „Kannski má deila um hversu sannsögulegt efnið er en það er byggt á ljóði eftir Ragnar S. Helgason (1900-1979),“ segir Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld um tónverk sitt, Helga EA2, sem Ragnheiður Árnadóttir, Heiða, flytur í Sjóminjasafninu í Reykjavík á morgun klukkan 14. Ljóðið er um skip sem var keypt til Íslands frá Englandi í lok 19. aldar. Því fylgdi sú harmsaga að ung kona, Helga, hefði látist við sjósetningu þess og nafni þess var breytt úr Onward í Helga. Síðan var sú trú sterk að Helga væri verndarengill skipsins því það sneiddi hjá háska. Endalok þess urðu þau að það lá mannlaust við bryggju vestur á fjörðum 1944, sleit sig laust og sigldi í brjáluðu veðri á haf út, hvorki með segl né mótor, og sást ekki meir.“ Ásbjörg segir ljóð Ragnars allt flutt í tónverkinu. „Stundum les Heiða ljóðið og stundum syngur hún það. Það er vel passað upp á að sagan komist til skila og tónlistin trufli ekki of mikið. Það er ekkert annað en rödd í þessu verki, reyndar er rafrás með, en bara sem undirleiksefni.“ Verkið var frumflutt á Myrkum músíkdögum og aftur í Mengi. „En okkur fannst við hæfi að flytja það á Sjóminjasafninu, þar er flott rými og góð tenging við efnið,“ lýsir Ásbjörg. „Framkvæmdin er líka svo einföld því hún Heiða er bara ein á sviðinu og kann þetta allt utan að. Samt er þetta langt ljóð, flutningurinn tekur um 20 mínútur.“ Nýkomin er út bók eftir Ásbjörgu með nýjum sönglögum fyrir börn, sú heitir Endalaus gleði: syngjum saman. „Bókin ætti að koma að notum í tónlistarskólum, leikskólum eða hvar sem sungið er með börnum,“ segir hún. „Ég er sjálf að stjórna barnakór og við vorum svo mikið að syngja það sama og þegar ég var lítil.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Kannski má deila um hversu sannsögulegt efnið er en það er byggt á ljóði eftir Ragnar S. Helgason (1900-1979),“ segir Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld um tónverk sitt, Helga EA2, sem Ragnheiður Árnadóttir, Heiða, flytur í Sjóminjasafninu í Reykjavík á morgun klukkan 14. Ljóðið er um skip sem var keypt til Íslands frá Englandi í lok 19. aldar. Því fylgdi sú harmsaga að ung kona, Helga, hefði látist við sjósetningu þess og nafni þess var breytt úr Onward í Helga. Síðan var sú trú sterk að Helga væri verndarengill skipsins því það sneiddi hjá háska. Endalok þess urðu þau að það lá mannlaust við bryggju vestur á fjörðum 1944, sleit sig laust og sigldi í brjáluðu veðri á haf út, hvorki með segl né mótor, og sást ekki meir.“ Ásbjörg segir ljóð Ragnars allt flutt í tónverkinu. „Stundum les Heiða ljóðið og stundum syngur hún það. Það er vel passað upp á að sagan komist til skila og tónlistin trufli ekki of mikið. Það er ekkert annað en rödd í þessu verki, reyndar er rafrás með, en bara sem undirleiksefni.“ Verkið var frumflutt á Myrkum músíkdögum og aftur í Mengi. „En okkur fannst við hæfi að flytja það á Sjóminjasafninu, þar er flott rými og góð tenging við efnið,“ lýsir Ásbjörg. „Framkvæmdin er líka svo einföld því hún Heiða er bara ein á sviðinu og kann þetta allt utan að. Samt er þetta langt ljóð, flutningurinn tekur um 20 mínútur.“ Nýkomin er út bók eftir Ásbjörgu með nýjum sönglögum fyrir börn, sú heitir Endalaus gleði: syngjum saman. „Bókin ætti að koma að notum í tónlistarskólum, leikskólum eða hvar sem sungið er með börnum,“ segir hún. „Ég er sjálf að stjórna barnakór og við vorum svo mikið að syngja það sama og þegar ég var lítil.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira