Íslenski boltinn

Pape kallar Björgvin fávita: „Ekki hægt að kalla þetta dómgreindarleysi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pape fagnar marki með Víkingi.
Pape fagnar marki með Víkingi. vísir/pjetur

Pape Mamadou Faye, leikmaður Þróttar Vogum og fyrrum leikmaður til að mynda Víkings og Fylkis, lætur Björgvin Stefánsson heyra það á Twitter í dag.

Björgvin var með kynþáttaníð í beinni útsendingu Haukar TV eins og greint hefur verið frá á Vísi í dag en hann gæti verið leið í fimm leikja bann.

Pape kallar Björgvin fávita á Twitter-síðu sinni í dag og segir að það sé ekki hægt að kalla þetta dómgreindarleysi. Tístið má sjá hér að neðan.

Rætt verður við Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi síðar í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.