Menning

Ragna Fróðadóttir er bæjarlistamaður Kópavogs 2019

Sylvía Hall skrifar
Ragna mun vinna í samvinnu við Menningarhúsin í Kópavogi að verkefnum og viðburðum.
Ragna mun vinna í samvinnu við Menningarhúsin í Kópavogi að verkefnum og viðburðum.

Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður og myndlistarmaður hefur verið valin bæjarlistamaður Kópavogs 2019. Valið á Rögnu var kynnt við hátíðlega viðhöfn í Salnum í Kópavogi í rjómablíðu í gær.

Ragna tekur við keflinu af Stefáni Hilmarssyni sem var bæjarlistamaður ársins 2018 en það var Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, sem kynnti tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra.

Í fréttatilkynningu segir að Ragna muni sem bæjarlistamaður vinna í samvinnu við Menningarhúsin í Kópavogi að verkefnum og viðburðum sem tengjast textíl og umhverfissjónarmiðum.

„Ég hef mikið velt fyrir mér umhverfisvitund í tengslum við textíl og hef áhuga á að tengja saman börn og eldri borgara í því verkefni. Samvinna kynslóða í handverki er mjög áhugaverð að mínu mati og verður spennandi að fá tækifæri til að vinna að henni og vil ég þakka lista- og menningarráði fyrir útnefninguna sem bæjarlistamaður Kópavogs,“ er haft eftir Rögnu í fréttatilkynningu.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.